10 förðunarráð fyrir þroskaða húð

Snyrtipenninn | 11. maí 2020

10 förðunarráð fyrir þroskaða húð

Með aldrinum breytist húð okkar og því er oft ágætt að endurskoða snyrtivörurnar sem maður notar og hvernig maður notar þær. Vissulega er það persónubundið í hvaða tilgangi fólk notar snyrtivörur og hjá sumum gilda einfaldlega engar reglur. Ef þú notar snyrtivörur í þeim tilgangi að hressa upp á andlitið eru hér 10 góð ráð sem förðunarfræðingar hafa gefið í gegnum tíðina. Fyrir okkur sem viljum nota snyrtivörur til að líta sem best út á öllum aldursskeiðum. 

10 förðunarráð fyrir þroskaða húð

Snyrtipenninn | 11. maí 2020

Bandaríska leikkonan Cameron Diaz notar yfirleitt léttan farða og náttúrulega …
Bandaríska leikkonan Cameron Diaz notar yfirleitt léttan farða og náttúrulega litatóna. AFP/Dimitrios Kambouris

Með aldrinum breytist húð okkar og því er oft ágætt að endurskoða snyrtivörurnar sem maður notar og hvernig maður notar þær. Vissulega er það persónubundið í hvaða tilgangi fólk notar snyrtivörur og hjá sumum gilda einfaldlega engar reglur. Ef þú notar snyrtivörur í þeim tilgangi að hressa upp á andlitið eru hér 10 góð ráð sem förðunarfræðingar hafa gefið í gegnum tíðina. Fyrir okkur sem viljum nota snyrtivörur til að líta sem best út á öllum aldursskeiðum. 

Með aldrinum breytist húð okkar og því er oft ágætt að endurskoða snyrtivörurnar sem maður notar og hvernig maður notar þær. Vissulega er það persónubundið í hvaða tilgangi fólk notar snyrtivörur og hjá sumum gilda einfaldlega engar reglur. Ef þú notar snyrtivörur í þeim tilgangi að hressa upp á andlitið eru hér 10 góð ráð sem förðunarfræðingar hafa gefið í gegnum tíðina. Fyrir okkur sem viljum nota snyrtivörur til að líta sem best út á öllum aldursskeiðum. 

1. Nærandi og rakagefandi krem minnka fínar línur

Fínar línur á húðinni kunna að vera vegna vannærðrar húðar, sem einfaldlega vantar raka. Byrjaðu á því að bera næringarríkt og rakagefandi andlitskrem og/eða -serum á húðina til að fá jafnari og heilbrigða ásýnd. Þyrst og vannærð húð drekkur einnig í sig allt það sem sett er ofan á hana, til dæmis farða, svo förðunin endist skemur ef þú undirbýrð húðina ekki nægilega vel. 

Prófaðu Super Aqua Emulsion frá Guerlain. Glæný formúlan býr yfir nýrri tækni sem hjálpar að auka raka í húðinni og veitir langvarandi árangur. Aquacomplex Advanced-tæknin eykur vökvaflæði til húðarinnar og veitir vörn gegn rakatapi. AquaBiotic-kerfið eykur styrk húðarinnar en formúlan vinnur einnig gegn öllum fyrstu öldrunarmerkjum húðarinnar. Í klínískri rannsókn jókst rakastig húðarinnar um 58% sólarhring eftir ásetningu og yfirborð húðarinnar varð sterkara. Ljómi húðarinnar jókst um 29%.

Þessi tæknilega og rakagefandi formúla kemur í þremur mismunandi áferðum: Light er létt og gelkennd,  Universal er flauelsmjúk og Rich er kremkennd og nærandi. 

Guerlain Super Aqua Emulsion Pre & Pro-Aging Hydration, 18.599 kr.
Guerlain Super Aqua Emulsion Pre & Pro-Aging Hydration, 18.599 kr.

2. Kremaðar og fljótandi formúlur gera meira fyrir húðina

Með því að nota kremaðar og fljótandi formúlur fær húðin mýkri og náttúrulegri ásýnd frekar en ef þú berð púður á hana. Púður getur einnig sest í línur og stórar svitaholur á húðinni og aukið ásýnd þeirra. 

Prófaðu Color Haze Multi-Use Pigment frá ILIA. Þetta er náttúruleg formúla sem nota má á bæði kinnar, varir og augu. Formúlan veitir matta ásýnd og er án allra óæskilegra aukaefna. 

ILIA Color Haze Multi-Use Pigment, 4.990 kr. (Verslunin Nola)
ILIA Color Haze Multi-Use Pigment, 4.990 kr. (Verslunin Nola)

3. Litað dagkrem eða léttur farði gera þig frísklegri

Þungur og fullþekjandi farði getur haft öfug áhrif þegar húðin býr yfir óreglulegri áferð. Þess í stað skaltu kynna þér léttan farða eða litað dagkrem til að virka frísklegri. Byrjaðu á miðju andlitsins, þar þarf yfirleitt mestu þekjuna vegna roða og litamisfellna, og láttu farðann dofna út á ytri hluta andlitsins.

Prófaðu Intensive Skin Serum Foundation SPF 40 frá Bobbi Brown. Þessi nýi farði jafnar húðlitinn auk þess sem formúlan býr yfir öflugum húðbætandi áhrifum. Active Skin Energizing Complex sér til þess að endurhlaða húðina næringu og veitir farðinn húðinni náttúrulega, ljómandi ásýnd. Argireline-peptíð og breiðvirk sólarvörn verndar húðina fyrir slæmum áhrifum mengunar, viðheldur kollagenforða húðarinnar og hægir á öldrunarmerkjum hennar. 

Bobbi Brown Intensive Skin Serum Foundation SPF 40, 10.998 kr.
Bobbi Brown Intensive Skin Serum Foundation SPF 40, 10.998 kr.

4. Ljós augnskuggi birtir yfir augnsvæðinu 

Með aldri þynnist húðin og á augnlokunum fer húðliturinn að verða ójafnari. Notaðu ljósan augnskugga til að jafna út svæðið og ef þú vilt móta augnumgjörðina frekar er tilvalið að nota náttúrulega litatóna til þess. Til að skyggja augun geturðu prófað að blanda dekkri augnskugga örlítið fyrir ofan glóbus-línuna til að skapa lyftandi ásýnd.

Prófaðu Eye Colour Palette frá Sensai. Fjórar litasamsetningar eru í boði og inniheldur hver augnskuggapalletta fjóra litatóna. Byrjaðu á að bera ljósasta litinn yfir allt augnlokið og notaðu hina litina til að skerpa augnumgjörðina.

Sensai Eye Colour Palette, 8.999 kr.
Sensai Eye Colour Palette, 8.999 kr.

5. Endurhugsaðu augnlínufarðann

Þegar húðin var rennislétt gat maður dregið augnlínufarðann hvert sem mann langaði. Með aldri slaknar á húðinni og augnfellingin kann að leggjast yfir augnlínufarðann. Það í raun skapar skugga í fínum línum og hrukkum og gerir þær meira áberandi. Eitt frábært förðunarráð er að nudda augnblýanti inn á milli augnháranna og/eða inn á vatnslínu efra augnloksins. Þannig skerpirðu augnumgjörðina án þess að taka pláss ofan á augnlokinu eða ýkja fínar línur í kringum augun. Það er einnig tilvalið að prófa sig áfram með brúna tóna í stað svartra en svartir litatónar við augun kunna að ýta undir þreytumerki. 

Prófaðu 24/7 Glide-On Eye Pencil frá Urban Decay. Þessi langvarandi formúla kemur í fjölmörgum litum, silkimjúk og þar af leiðandi auðveld í notkun. 

Urban Decay 24/7 Glide-On Eye Pencil, 3.299 kr.
Urban Decay 24/7 Glide-On Eye Pencil, 3.299 kr.

6. Of dökkar og skarpar augabrúnir heyra sögunni til

Sumum finnst freistandi að lita augabrúnirnar kolsvartar, svo liturinn endist lengur, og láta móta þær svo hressilega að það er engu líkara en þær hafi verið teiknaðar á. Öll svona áberandi skerpa ýtir undir fínar línur á tilteknu svæði. Góð regla er að miða lit augabrúnanna við þinn náttúrulega hárlit og fara ekki meira en einum eða tveimur litatónum frá honum. 

Prófaðu Brow Define Pencil frá Lancôme. Örmjór blýanturinn er fullkominn til að þétta augabrúnirnar, teikna ný hár og í boði eru náttúrulegir litatónar. Formúlan er þar að auki vatnsheld. 

Lancôme Brow Define Pencil, 3.921 kr.
Lancôme Brow Define Pencil, 3.921 kr.

7. Varalitablýantur mótar og heldur varalitnum á sínum stað

Með tíð og tíma verða varirnar stundum minni ásýndar og meira um línur í kringum þær. Gloss og varalitir, sem eru of sleipir í sér, renna gjarnan af vörunum og út í þessar línur. Til að stöðva það er gott ráð að byrja á því að móta varirnar með varalitablýanti. Vaxkennd formúlan stöðvar blæðingu varalitarins og þú getur mótað varirnar betur. 

Prófaðu Le Crayon Lévres frá Chanel. Nýju varalitablýantarnir frá Chanel eru mjög langvarandi, mjúkir og koma í mjög fallegum litatónum. 

Chanel Le Crayon Lévres Longwear Lip Pencil, 4.399 kr.
Chanel Le Crayon Lévres Longwear Lip Pencil, 4.399 kr.

8. Bjartur varalitur lífgar þig við

Eitt fljótlegasta förðunarráðið til að fá líflegri ásýnd er einfaldlega að bera á sig bjartan varalit. Bæði kallar það oft fram augnlitinn og húðlitinn.

Prófaðu Love Me Lipstick frá MAC. Formúlan veitir ákafan lit en nærir varirnar allan daginn með innihaldsefnum á borð við argan-olíu. 

MAC Love Me Lipstick í litnum My Little Secret, 3.990 …
MAC Love Me Lipstick í litnum My Little Secret, 3.990 kr.

9. Kinnaliturinn settur hærra

Hver man ekki eftir förðunarráðinu að brosa og bera kinnalitinn á epli kinnanna? En þegar þú hættir að brosa virðast epli kinnanna falla niður andlitið. Ekki brosa og finna þannig út miðpunkt kinnanna, því um leið og þú hættir að brosa fellur hann niður. Miðaðu frekar við línuna út frá kinnbeinunum því hún er ávallt á sama stað. 

Prófaðu Glow 2 Go frá Clarins. Þessi kremuðu kinnalitastifti eru tvískipt þar sem kinnalitur er öðrum megin og ljómi/bronser hinum megin. Hentugt í veskið og fljótlegt í notkun. 

Clarins Glow 2 Go, 5.999 kr.
Clarins Glow 2 Go, 5.999 kr.

10. Aukin hlýja í andlitið

Sólarpúður er frábært til að hressa upp á andlitið og fá sólkysst útlit. Það mótar einnig andlitið á náttúrulegan hátt. 

Prófaðu Powder Bronzer frá Anastasia Beverly Hills. Í boði eru sex litatónar sem þú velur eftir undirtón húðar þinnar. Púðuragnirnar eru svo fínmalaðar að áferðin verður nánast kremkennd og virkar fullkomlega náttúruleg á húðinni. 

Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer, 5.990 kr. (Verslunin Nola)
Anastasia Beverly Hills Powder Bronzer, 5.990 kr. (Verslunin Nola)
mbl.is