Ricciardo til McLaren

Formúla-1/Renault | 14. maí 2020

Ricciardo til McLaren

Daniel Ricciardo mun yfirgefa Renaultliðið í árslok og ganga til liðs við McLaren fyrir keppnistíðina 2021. Tekur hann sæti Carlos Sainz sem ráðið hefur sig til Ferrari fyrir næsta ár.

Ricciardo til McLaren

Formúla-1/Renault | 14. maí 2020

Daniel Ricciardo ekur fyrir McLaren 2021.
Daniel Ricciardo ekur fyrir McLaren 2021. AFP

Daniel Ricciardo mun yfirgefa Renaultliðið í árslok og ganga til liðs við McLaren fyrir keppnistíðina 2021. Tekur hann sæti Carlos Sainz sem ráðið hefur sig til Ferrari fyrir næsta ár.

Daniel Ricciardo mun yfirgefa Renaultliðið í árslok og ganga til liðs við McLaren fyrir keppnistíðina 2021. Tekur hann sæti Carlos Sainz sem ráðið hefur sig til Ferrari fyrir næsta ár.

McLarenstjórinn Zak Brown sagði að um framfaraskref væri að ræða fyrir liðið. „Ráðningin er góð fyrir liðið, samstarfsfyrirtæki okkar og aðdáendur,“ sagði Brown. McLaren endaði í fjórða sæti á keppnistíðinni 2019 og vann þá sitt fyrsta sæti á verðlaunapalli frá árinu 2014.

„Ég vil líka þakka Carlos fyrir frábær störf og aðstoð við að koma McLaren á toppinn. Hann er góður liðsmaður.“ Liðsfélagi Ricciardo hjá McLaren verður Lando Norris sem hóf keppni í formúlu-1 í fyrra.

Daniel Ricciardo skrýðist keppnisgalla Renault í ár en fer svo …
Daniel Ricciardo skrýðist keppnisgalla Renault í ár en fer svo til McLaren í árslok. AFP
mbl.is