Gagnrýni Hreiðars á úthlutun dómara vísað á bug

Gagnrýni Hreiðars á úthlutun dómara vísað á bug

Landsréttur hafnaði málatilbúnaði Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að brotið hafi verið á rétti hans samkvæmt greinum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu með því að úthluta dómaranum Símoni Sigvaldasyni máli hans þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Gagnrýni Hreiðars á úthlutun dómara vísað á bug

Hreiðar Már Sigurðsson ehf. | 15. maí 2020

Hreiðar Már Sigurðsson ásamt lögmanni sínum Herði Felix Harðarsyni.
Hreiðar Már Sigurðsson ásamt lögmanni sínum Herði Felix Harðarsyni. mbl.is/Hari

Landsréttur hafnaði málatilbúnaði Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að brotið hafi verið á rétti hans samkvæmt greinum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu með því að úthluta dómaranum Símoni Sigvaldasyni máli hans þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Landsréttur hafnaði málatilbúnaði Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að brotið hafi verið á rétti hans samkvæmt greinum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu með því að úthluta dómaranum Símoni Sigvaldasyni máli hans þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Í héraðsdómi var Hreiðar Már fundinn sekur um innherjasvik en sýknaður af ákæru um umboðssvik. Landsréttur sýknaði hann af báðum ákærum í dag.

Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Hreiðar Már telji að tilviljun hafi ekki ráðið því að Símoni var úthlutað málinu og vísaði sá fyrrnefndi til fjölda mála sem Símon hafi haft til úrlausnar þar sem Hreiðar Már er sakborningur. Hreiðar hafi því lagt fram bókun um þetta við meðferð málsins í héraði.

Símon Sigvaldason héraðsdómari.
Símon Sigvaldason héraðsdómari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sýndi ekki fram á brot á rétti hans

Landsréttur greinir frá því að ákvæði dómstólalaga sé ekki afdráttarlaust um að tilviljun skuli ráða úthlutun á máli. Miðað sé við að eftir föngum skuli leitast við að haga málum með þeim hætti. „Þá hefur ákærði ekki sýnt fram á eða leitt að því líkur að brotið hafi verið gegn rétti hans með því að umræddum dómara hafi verið úthlutað málinu. Loks eru haldlausar athugasemdir sem færðar eru fram af hálfu ákærða X um að hlutafjáreign fyrrum dómstjóra  Héraðsdóms Reykjavíkur hafi getað haft áhrif á meðferð málsins að þessu leyti,“ segir í dóminum.

Málatilbúnaði Hreiðars Más um að brotið hafi verið gegn rétti hans samkvæmt 70. grein stjórnarskrárinnar og 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu varðandi úthlutun málsins er því hafnað.

Í dómsorði kemur fram að allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði en ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í desember 2018. Ríkissjóður greiðir því málsvarnarlaun skipaðs verjanda Hreiðars Más, 3,5 milljónir króna og skipaðs verjanda Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, sem var einnig sýknuð í málinu, 1,6 milljónir króna.

mbl.is