Landsréttur hefur sýknað þau Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, að fullu.
Landsréttur hefur sýknað þau Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, að fullu.
Landsréttur hefur sýknað þau Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, að fullu.
Hreiðar Már var fundinn sekur af Héraðsdómi Reykjavíkur um innherjasvik í nóvember árið 2018 en sýknaður af ákæru um umboðssvik. Málið snýst um lánveitingu til einkahlutafélagsins Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. upp á 574 milljónir króna í ágúst árið 2008. Landsréttur sýknaði hann af báðum ákærum.
Guðný Arna var sýknuð í héraðsdómi af ákæru um hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más og var sá dómur staðfestur af Landsrétti.
Dómurinn, sem féll kl. tvö í dag, hefur ekki verið birtur á vef Landsréttar en ákæruvaldið staðfesti sýknudómana í málinu við mbl.is.
Dómur Landsréttar verður skoðaður og metið í framhaldinu hvort sótt verður um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.