Mikilvægt að finna þessi börn

Samfélagsmál | 16. maí 2020

Mikilvægt að finna þessi börn

Um 700 börn og unglingar á grunnskólaaldri eiga í slöku sambandi við aðra. Þessi ungmenni eru verulega illa stödd hvað varðar félagslega stöðu, heilsu, líðan og framtíðarhorfur og því mikilvægt að finna þau og aðstoða segir í nýrri skýrslu sem Ársæll Arnarsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur unnið.

Mikilvægt að finna þessi börn

Samfélagsmál | 16. maí 2020

AFP

Um 700 börn og ung­ling­ar á grunn­skóla­aldri eiga í slöku sam­bandi við aðra. Þessi ung­menni eru veru­lega illa stödd hvað varðar fé­lags­lega stöðu, heilsu, líðan og framtíðar­horf­ur og því mik­il­vægt að finna þau og aðstoða seg­ir í nýrri skýrslu sem Ársæll Arn­ars­son, pró­fess­or við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, hef­ur unnið.

Um 700 börn og ung­ling­ar á grunn­skóla­aldri eiga í slöku sam­bandi við aðra. Þessi ung­menni eru veru­lega illa stödd hvað varðar fé­lags­lega stöðu, heilsu, líðan og framtíðar­horf­ur og því mik­il­vægt að finna þau og aðstoða seg­ir í nýrri skýrslu sem Ársæll Arn­ars­son, pró­fess­or við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, hef­ur unnið.

Embætti land­lækn­is hef­ur gefið út skýrsl­una Fé­lag­stengsl ís­lenskra ung­menna sem unn­in var af Ársæli í sam­vinnu við verk­efna­stjóra á lýðheilsu­sviði embætt­is land­lækn­is. Skýrsl­an er unn­in úr ís­lensk­um gögn­um alþjóðlegu rann­sókn­ar­inn­ar HBSC sem varðar heilsu og líðan skóla­nema. Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er að kanna tengsl barna í 6., 8. og 10. bekk við for­eldra sína, skóla og vini, ásamt ýms­um þátt­um er varða heilsu þeirra og líðan.

HBSC er fjölþjóðleg rann­sókn, þar sem 11, 13 og 15 ára ung­menni eru spurð um ýmsa þætti varðandi heilsu, líðan og fé­lags­leg­ar aðstæður. Hér á landi geng­ur rann­sókn­in und­ir heit­inu Heilsa og lífs­kjör skóla­nema og hef­ur verið lögð fyr­ir á fjög­urra ára fresti eins og í hinum þátt­töku­lönd­un­um frá ár­inu 2006.

Niður­stöður leiddu í ljós að flest ís­lensk ung­menni eru með góð tengsl við for­eldra, vini og skóla. Þau sem á annað borð eru með ein­hver slök tengsl hafa þau aðeins á einu sviði og þá oft­ast við vini. Afar sjald­gæft er að börn og ung­ling­ar hafi slök tengsl á öll­um þrem­ur sviðunum eða 3% af heild­ar­fjölda.

Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Ársæll Már Arn­ars­son, pró­fess­or á menntavís­inda­sviði Há­skóla Íslands. mbl.is/​Hari

Ef miðað er við fjölda grunn­skóla­nema á hverj­um tíma má þó gera ráð fyr­ir að þessi staða eigi við um 700 börn og ung­linga í þess­um ald­urs­hópi. 

Sam­skipti við for­eldra höfðu mest áhrif á líðan ung­menna, en tengsl við skóla mest áhrif á áhættu­hegðun. Tengsl við vini höfðu vissu­lega áhrif á líðan, en mun minni en áhrif for­eldra og áhuga­vert var að sjá að tengsl við vini höfðu eng­in mark­tæk áhrif á áhættu­hegðun. Þau höfðu hins veg­ar mest áhrif á einelti. Ung­menni með sterk vina­tengsl voru mun ólík­legri til þess að hafa orðið fyr­ir einelti eða lagt aðra í einelti.

Efna­hags­staða for­eldra, sam­kvæmt mati ung­menna, hafði mik­il áhrif á tengsl á öll­um sviðum. Öll ung­menni sem sögðust búa við mjög slæm­an fjár­hag höfðu ein­hver slök tengsl og þriðjung­ur til helm­ing­ur þeirra hafði slök tengsl á öll­um sviðum. Þess­ar töl­ur ber þó að túlka með fyr­ir­vara þar sem mjög fá ung­menni eru að baki þeim. Engu að síður draga niður­stöðurn­ar fram mik­il­væg­an ójöfnuð til heilsu og vellíðunar meðal barna og ung­menna sem gefa þarf nán­ari gaum. Einnig sýndu niður­stöður að börn og ung­menni sem skil­greindu kyn sitt sem annað en strák­ur eða stelpa voru mun verr stödd hvað fé­lag­stengsl varðar en þessi hóp­ur, þótt fá­menn­ur væri, var mun lík­legri til að eiga erfitt sam­band við bæði for­eldra, vini og skóla.

Eft­ir því sem fé­lag­stengsl ung­menna voru slök á fleiri sviðum, þeim mun nei­kvæðari áhrif hafði það á heilsu þeirra og líðan. En þótt ung­menni hefðu slök tengsl á tveim­ur sviðum (t.d. við skóla og vini) rétti það hlut þeirra nokkuð á flest­um mæl­ing­um ef tengsl­in voru að minnsta kosti góð á einu sviði og þar skiptu tengsl­in við for­eldra lang­mestu máli. Börn og ung­menni sem höfðu öll tengsl slök voru langlík­leg­ust til að vera einmana, hafa sállík­am­leg ein­kenni, lenda í slags­mál­um, leggja í einelti, vera lögð í einelti, drekka áfengi og reykja.

Börn og ung­ling­ar sem höfðu slök vina­tengsl voru næst­um því þre­falt lík­legri til að vera oft einmana en þau sem voru í mjög góðum vina­tengsl­um.

mbl.is/​Hari

Íslensk­um börn­um og ung­ling­um lík­ar al­mennt vel í skól­an­um. Það kem­ur skýrt fram í alþjóðleg­um sam­an­b­urði, en niður­stöður HBSC-rann­sókn­ar­inn­ar frá 2014 sýndu að ís­lensk­um nem­end­um lík­ar bet­ur í skól­an­um en jafn­öldr­um þeirra í öðrum lönd­um og mun­ur­inn varð enn meiri eft­ir því sem leið á skóla­göng­una.

Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi árið 2018 var lít­ill mun­ur á hlut­falli nem­enda sem lík­ar vel í skól­an­um eft­ir aldri, en 91% nem­enda í 6. bekk svöruðu því ját­andi og 87% nem­enda í 10. bekk. Eins var lít­ill mun­ur eft­ir kyni, en 88% drengja þvert á ald­urs­skeið lík­ar vel í skól­an­um á móti 90% stúlkna.

Þegar nem­end­ur voru spurðir hvort þeim fynd­ist kenn­ur­un­um vera annt um þá sem ein­stak­linga mátti hins veg­ar sjá tals­verðan mun eft­ir aldri, þar sem mun fleiri nem­end­ur í 6. bekk svöruðu þessu ját­andi (80%) en í 10. bekk (65%). Það sama á við um traust til kenn­ara. Í 6. bekk sögðust 85% nem­enda treysta kenn­ur­um sín­um mjög vel en 64% í 10. bekk. Ekki var mik­ill mun­ur á milli kynja hvað of­an­greint varðar að 6. bekk und­an­skild­um. Í þeim ald­urs­flokki voru færri dreng­ir en stúlk­ur sem fannst kenn­ur­un­um vera annt um sig (78% á móti 84%) eða taka þeim eins og þeir eru (87% á móti 94%). Í öll­um til­fell­um átti þó lang­sam­leg­ur meiri­hluti barna og ung­linga í góðu og gef­andi sam­bandi við kenn­ara sína sam­kvæmt rann­sókn Ársæls.

AFP

Sam­skipti við for­eldra skipta höfuðmáli á nær öll­um sviðum í lífi ung­linga og hafa gríðar­mik­il áhrif á heilsu og vellíðan á þessu ald­urs­skeiði. Rann­sókn­ir sýna að ef for­eldr­ar setja skýr­ar regl­ur og hafa mikl­ar vænt­ing­ar til ung­ling­anna í bland við hlýju, virðingu og opin sam­skipti leiðir það til meiri áhuga og ár­ang­urs í námi en einnig til minni hættu á dep­urð, kvíða og af­brota­hegðun. Góð sam­skipti hjálpa ung­ling­um að þroska eigið sjálf, móta líf sitt og læra hvernig best sé að eiga í sam­skipt­um við annað fólk.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að sam­kvæmt Pekel, Sy­vertsen og Sca­les hafa slík sam­skipti fimm ein­kenni:

1. Sýna kær­leika: Ung­ling­ar þurfa að finna fyr­ir því með skýr­um hætti að for­eldr­un­um sé annt um þá og óski þeim alls hins besta. For­eldr­ar þurfa einnig að hafa at­hygl­ina í lagi þegar þeir eru í sam­skipt­um við ung­ling­ana og vera til­bún­ir til þess að eyða tíma og orku í að gera hluti fyr­ir þá og með þeim. Það er líka mik­il­vægt að gefa sér tíma til að skilja það hvaða mann­eskju ung­ling­ur­inn hef­ur að geyma og hvað skipt­ir hann máli. Að sjálf­sögðu skipt­ir það höfuðmáli að for­eldr­ar séu áreiðan­leg­ir og trausts­ins verðir.

2. Glæða þroska: For­eldr­ar ættu ekki að veigra sér við að gera kröf­ur til ung­linga. Gott líf krefst þess að ein­stak­ling­ur­inn sé sí­fellt að vaxa, þrosk­ast og verða betri. Á unglings­ár­un­um gegna for­eldr­ar lyk­il­hlut­verki í því að hvetja ung­ling­ana áfram til þess að verða besta út­gáf­an af sjálf­um sér. For­eldr­ar þurfa að hjálpa ung­ling­um að sjá framtíðarmögu­leika sína, því framtíðin er oft í þeirra aug­um flók­in og full af hindr­un­um. Í þessu efni, eins og flest­um öðrum, er nauðsyn­legt að taka til­lit til hug­mynda ung­ling­anna og hæfni þeirra, um leið og for­eldr­ar reyna að styrkja hvort tveggja. Til að glæða þroska er einnig mik­il­vægt að ung­ling­ar séu gerðir ábyrg­ir fyr­ir því að fara eft­ir regl­um og virða mörk.

3. Veita stuðning: For­eldr­ar þurfa að vera dug­leg­ir við að hrósa fyr­ir viðleitni og ár­ang­ur. Oft þurfa ung­ling­ar á aðstoð og end­ur­gjöf for­eldra sinna að halda til þess að ljúka verk­efn­um og ná mark­miðum sín­um. For­eldr­ar verða líka að vera til­bún­ir til að taka upp hansk­ann fyr­ir ung­ling­ana þegar það á við, til dæm­is ef aðrir full­orðnir eru ekki að veita nægi­leg­an stuðning. Stuðning­ur­inn felst þó ekki ein­vörðungu í þessu, held­ur verða for­eldr­ar einnig að gera sér grein fyr­ir mik­il­vægi sínu sem fyr­ir­mynd­ir.

4. Deila ákv­arðana­valdi: Það skipt­ir miklu máli að hlustað sé á ung­linga og að þeir fái að taka þátt í ákv­arðana­töku. For­eldr­ar eiga að taka ung­linga al­var­lega og koma fram við þá af sann­girni. Þeir verða að skilja og aðlaga sig að þörf­um þeirra, áhuga og hæfni.

5. Auka mögu­leika: Nauðsyn­legt er að sjón­deild­ar­hring­ur ung­linga verði sí­fellt víðari og þeim sé veitt­ur aðgang­ur að nýj­um tæki­fær­um. For­eldr­ar gegna lyk­il­hlut­verki í því að kynna ung­ling­um nýj­ar upp­lif­an­ir, hug­mynd­ir og staði. Þeir þurfa einnig að hjálpa þeim að yf­ir­vinna nýj­ar hindr­an­ir. Sé þess­um aðferðum beitt, ættu þær að kenna ung­ling­um að taka ábyrgð, stjórna til­finn­ing­um sín­um, sýna nám­inu áhuga, ljúka verk­efn­um og láta sig varða vel­ferð annarra. Allt eru þetta þætt­ir sem skipta máli fyr­ir velfarnað þeirra í framtíðinni (Pekel o.fl., 2015).

mbl.is/​Hari

Í skýrsl­unni seg­ir að gögn­in bendi ótví­rætt til mik­il­væg­is vina­tengsla fyr­ir vellíðan ung­linga, þótt þau hafi yf­ir­leitt ekki vegið jafn þungt og tengsl­in við for­eldra eða skóla.

„Sterk­ustu áhrif vina­tengsla mátti sjá þegar kom að einelti, en það að eiga góð tengsl við vini dró mjög bæði úr lík­um þess að verða fyr­ir og að leggja aðra í einelti. Það er því mik­il­vægt að stig­in séu skref til þess að efla já­kvæð fé­lag­stengsl og vináttu­færni barna og ung­menna.

Í skól­um og hvers kon­ar æsku­lýðs- og íþrótt­a­starfi gef­ast marg­vís­leg tæki­færi til að þroska vináttu og tengsl á milli barna.

Mik­il­vægt er að vinna á mark­viss­an hátt að því að efla fé­lags- og til­finn­inga­færni barna og ung­menna í skól­um með gagn­reynd­um aðferðum og að nem­end­um gef­ist næg tæki­færi til sam­vinnu og sam­ræðna.

Góð sam­skipti og vináttu­færni þarf að æfa rétt eins og aðra færni. Sveit­ar­fé­lög þurfa að gæta þess að bjóða upp á rými og tíma fyr­ir börn og ung­linga til þess að kynn­ast og eiga í sam­skipt­um á fjöl­breytt­um vett­vangi. Vert er að hafa í huga að þrátt fyr­ir að íþrótt­astarf höfði til meiri­hluta barna á Íslandi hent­ar það ekki öll­um og mik­il­vægt er að sem flest ung­menni geti fundið sér upp­byggi­leg áhuga­mál og tóm­stund­ir í nærum­hverfi án til­lits til efna­hags.

Til þess að styðja við já­kvæð fé­lag­stengsl á milli ung­menna þarf að skapa um­hverfi sem er ör­uggt, upp­byggi­legt og að ein­hverju leyti und­ir um­sjón full­orðinna (Inchley o.fl., 2016). Ung­ling­ar nota gjarn­an netið til sam­skipta og því er mik­il­vægt að kenna þeim hvernig það er gert á heil­brigðan og ábyrg­an hátt. Þannig má vinna gegn net­vanda­mál­um sem tengj­ast til dæm­is of­notk­un og neteinelti.

Einnig þarf stöðugt að minna ung­linga á nei­kvæðar af­leiðing­ar sem óá­byrg net­notk­un get­ur haft í för með sér. Þeir þurfa að vita að það sem við setj­um á netið verður þar um ókomna tíð.

Ljós­mynd / Getty Ima­ges

Sömu­leiðis er gott að efla gagn­rýna hugs­un á meðal ung­menna gagn­vart þeim skila­boðum sem finn­ast í net­heim­um. Upp­lýs­ing­ar sem ganga manna á milli á sam­fé­lags­miðlum eru ekki alltaf í takti við raun­veru­leik­ann og sú mynd sem fólk býr til af eig­in lífi er yf­ir­leitt mjög ein­földuð og fín­pússuð (Inchley o.fl., 2016). Mik­il­vægt er að kenna börn­um og ung­ling­um að var­ast að bera sam­an sína innri líðan við yf­ir­borðið í lífi annarra. Ekki er síður mik­il­vægt að full­orðna fólkið í líf­um ung­menna ― for­eldr­ar, kenn­ar­ar, þjálf­ar­ar og aðrar fyr­ir­mynd­ir ― gangi á und­an með góðu for­dæmi hvað um­gengni við sam­fé­lags­miðla varðar,“ seg­ir í loka­orðum skýrslu Ársæls Arn­ars­son­ar.

Niður­stöður skýrsl­unn­ar verða kynnt­ar á fjar­fundi í sam­starfi við Náum átt­um á þriðju­dag­inn  kl. 15:00 -16:00.

mbl.is