Mál Sigurjóns og Elínar aftur fyrir Hæstarétt

Ímon-málið | 27. maí 2020

Mál Sigurjóns og Elínar aftur fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins í endurupptökumáli Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bankanum. Þetta staðfestir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, í samtali við mbl.is, en RÚV greindi fyrst frá.

Mál Sigurjóns og Elínar aftur fyrir Hæstarétt

Ímon-málið | 27. maí 2020

Þýðir þetta að mál Sigurjóns og Elínar verða flutt aftur …
Þýðir þetta að mál Sigurjóns og Elínar verða flutt aftur í Hæstarétti. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins í endurupptökumáli Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bankanum. Þetta staðfestir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, í samtali við mbl.is, en RÚV greindi fyrst frá.

Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins í endurupptökumáli Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bankanum. Þetta staðfestir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, í samtali við mbl.is, en RÚV greindi fyrst frá.

Þýðir þetta að mál Sigurjóns og Elínar verða tekin aftur til efnismeðferðar fyrir Hæstarétti.

Sautjánda maí í fyrra féllst endurupptökunefnd á endurupptöku tveggja hæstaréttarmála þar sem Sigurjón var dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir brot í starfi sínu fyrir bankahrun. Einnig samþykkti endurupptökunefnd endurupptökubeiðni Elínar Sigfúsdóttur, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans.

Ástæðurnar sem tilteknar voru í endurupptökubeiðnum þeirra Sigurjóns og Elínar eru margvíslegar, en meðal þeirra er að hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson sem dæmdu í málum þeirra, hafi átt hluti í Landsbankanum fyrir hrun og hafi orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. 

Viðar Már Matthíasson keypti hlutabréf í Landsbankanum á tímabilinu 8. mars til 26. september 2007 og nam verðmæti þeirra á þeim dögum sem hann eignaðist bréfin, tæpum 15 milljónum króna. 

Í niðurstöðu endurupptökunefndar kom fram að telja verði að þeir fjármunir sem fóru forgörðum hjá dómaranum hafi verið slíkir að ástæða hafi verið til að draga óhlutdrægni dómstólsins í efa.

mbl.is