„Að hanna bolinn fyrir kvennahlaupið 2020 var skemmtilegt verkefni og mikilvægt. Það sem mér kom fyrst í hug þegar ég var að reyna að finna upp á slagorði fyrir bolinn og hlaupið var samstaða kvenna er hvað það er mikilvægt að konur standi saman, hvetji hver aðra. Mér hefur oft fundist vanta samstöðu hjá konum en samstaða hjá körlum er vel þekkt og er þeirri hugmynd hampað víða í menningu okkar,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og eigandi Scintilla, í nýjum pistli á Smartlandi:
„Að hanna bolinn fyrir kvennahlaupið 2020 var skemmtilegt verkefni og mikilvægt. Það sem mér kom fyrst í hug þegar ég var að reyna að finna upp á slagorði fyrir bolinn og hlaupið var samstaða kvenna er hvað það er mikilvægt að konur standi saman, hvetji hver aðra. Mér hefur oft fundist vanta samstöðu hjá konum en samstaða hjá körlum er vel þekkt og er þeirri hugmynd hampað víða í menningu okkar,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og eigandi Scintilla, í nýjum pistli á Smartlandi:
„Að hanna bolinn fyrir kvennahlaupið 2020 var skemmtilegt verkefni og mikilvægt. Það sem mér kom fyrst í hug þegar ég var að reyna að finna upp á slagorði fyrir bolinn og hlaupið var samstaða kvenna er hvað það er mikilvægt að konur standi saman, hvetji hver aðra. Mér hefur oft fundist vanta samstöðu hjá konum en samstaða hjá körlum er vel þekkt og er þeirri hugmynd hampað víða í menningu okkar,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og eigandi Scintilla, í nýjum pistli á Smartlandi:
Bolurinn í ár er framleiddur úr endurunnum efnum, bæði bómull og gerviefnum, og er þar verðið að leitast við að minnka kolefnisspor framleiðslunnar.
Í aðdraganda verkefnisins las mér til um íþróttasögu kvenna. Þar kom fram að konum hefur verið var meinuð íþróttaiðkun meira og minna í allri mannkynssögunni eins og við þekkjum hana. Þær konur sem stundað gátu íþróttir almennt í gegnum söguna voru af efri stéttum og höfðu þær þess vegna meira frelsi. Íþróttir voru lengi vel að mestu eða öllu leyti keppnisíþróttir. Sú líkamsræktarbylting alls almennings sem við höfum verið vitni að síðastliðna áratugi er alger nýlunda.
Árið 1949 birtist grein í Mánudagsblaðinu sem skrifuð var af konu. Þar eru konur varaðar við því að stunda íþróttir því þá muni þær missa sinn kvenlega yndisþokka. Þar segir að konur gætu mögulega stundað íþróttir sér til skemmtunar en ættu að halda sig frá hvers konar keppni. Að það klæði ekki konur að vera eins og karlmenn hvorki líkamlega né andlega.
Þá þótti kvenlegt að vera með ávalan líkama og mjúkan en ekki vöðvastæltan og harðan og það þótti fáránlegt og óhugsandi að konur væru sveittar, móðar og másandi.
Á þessum tíma var vel skilgreint hvað var kvenlegt og voru þær hugmyndir í samhengi við þá staðreynd að konur sátu ekki við sama borð og karlar.
Fyrirsögn einnar greinarinnar sem ég las á tímarit.is þar sem farið var yfir íþróttasögu kvenna var „ókristilegt, ögrandi og ókvenlegt“ og er þar átt við konur í keppnisíþróttum.
Það er áhugavert að skoða hvernig hugmyndir um hvað telst vera kvenlegt hafa breyst í gegnum tíðina og sérstaklega eftir að konur hófu skipulega jafnréttisbaráttu.
Hugmyndir um hvað okkur finnst vera kvenlegt eða karlmannlegt hafa þróast mikið á síðustu áratugum. Með auknum réttindum kvenna hefur verið hægt að brjóta niður hverja staðalímynd á fætur annarri. Þetta eru allt lærðar hugmyndir sem hægt er að breyta.
Aukin þátttaka kvenna í íþróttum hafði áhrif á tískuna. Fatnaður þróaðist frá því að vera þvingandi og þungur í að vera léttur og þægilegur. Markmiðið var að gera hreyfingu sem auðveldasta en það var algerlega ný hugmynd þegar kom að hönnun kvenfatnaðar. Í dag kemur íþróttafatnaður og fer í og úr tísku eins og annað.
Þekktar íþróttakonur hafa haft áhrif á tískuna og kvenímyndina með sínum persónulega stíl.
Florence Griffith Joyner hlaupakona sem sló í gegn á Ólympíuleikunum 1988 þegar hún setti heimsmet í 100 og 200 metra hlaupi sem enn standa er talin vera fljótasta kona allra tíma. Hún lagði mikið upp úr því að vera kvenleg sem var nýjung meðal íþróttakvenna. Hún vakti athygli vegna þess að hún var með málað andlit og með langar lakkaðar neglur í hlaupum sínum. Áhrif hennar má sjá meðal hlaupakvenna í dag meðal annars hjá breska hlauparanum Dina Asher-Smith.
Kvennahlaup ÍSÍ er aðgengilegt og hægt er að hlaupa, labba eða fara með öðrum hætti nokkrar mismunandi vegalengdir. Markmiði er að við gerum þetta saman og að sem flestir taki þátt, bæði konur og karlar og enginn sé skilinn út undan. Hlaupum saman ég, þú og við!