Lenti í gifsi og fann sér kærasta

Miðaldra konan | 28. maí 2020

Lenti í gifsi og fann sér kærasta

„Þegar ég lenti í gifsi síðasta sumar og datt tímabundið út úr Landvættaprógramminu fannst mér tilvalið að nýta tímann til að finna mér kærasta. Ég sá fram á marga vikna æfingahlé og hefði því nægan tíma í þetta verkefni. Ég var ekkert viss um að það myndi ganga vel. Ég hafði farið á mörg deit eftir að ég skildi og á tímabili lýsti ég því yfir að allir einhleypir karlmenn á Íslandi væru fávitar. Seinna kom í ljós að vandamálið lá mögulega mín megin,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona í sínum nýjasta pistli: 

Lenti í gifsi og fann sér kærasta

Miðaldra konan | 28. maí 2020

Ásdís Ósk Valsdóttir.
Ásdís Ósk Valsdóttir.

„Þegar ég lenti í gifsi síðasta sumar og datt tímabundið út úr Landvættaprógramminu fannst mér tilvalið að nýta tímann til að finna mér kærasta. Ég sá fram á marga vikna æfingahlé og hefði því nægan tíma í þetta verkefni. Ég var ekkert viss um að það myndi ganga vel. Ég hafði farið á mörg deit eftir að ég skildi og á tímabili lýsti ég því yfir að allir einhleypir karlmenn á Íslandi væru fávitar. Seinna kom í ljós að vandamálið lá mögulega mín megin,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona í sínum nýjasta pistli: 

„Þegar ég lenti í gifsi síðasta sumar og datt tímabundið út úr Landvættaprógramminu fannst mér tilvalið að nýta tímann til að finna mér kærasta. Ég sá fram á marga vikna æfingahlé og hefði því nægan tíma í þetta verkefni. Ég var ekkert viss um að það myndi ganga vel. Ég hafði farið á mörg deit eftir að ég skildi og á tímabili lýsti ég því yfir að allir einhleypir karlmenn á Íslandi væru fávitar. Seinna kom í ljós að vandamálið lá mögulega mín megin,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona í sínum nýjasta pistli: 

Þú ert alltof kröfuhörð til að finna þér kærasta!

Þú verður að lækka standardinn. Nú, hvers vegna? Þú ert alltof kröfuhörð og finnur þér aldrei kærasta ef þú lækkar ekki standardinn. Já, sko mig vantar ekki kærasta þannig að þetta er allt í lagi. Ég veit alveg hvað ég vil og hann er ekki alveg í sjónmáli núna. Þetta er ekkert mál, þú breytir honum þegar þú ert búin að finna hann. Já, nei ómögulega, ég er orðin fimmtug og það myndi henta mér miklu betur að finna mann sem er fínn eins og hann er og ég þarf ekkert að laga. Ég er einfaldlega of upptekin til að sinna uppeldi á fullorðnum mönnum. Ef ég ætti þúsundkall fyrir hvert skipti sem mér var ráðlagt að lækka standardinn, að finna mér einhvern mann, að laga hann svo bara seinna, þá hefði ég getað keypt mér minn „eigins“ mann.

Ég hef aldrei skilið þessa þörf hjá öðrum að ráðleggja fólki óumbeðið hvernig það á að lifa lífinu og hvaða þarfir það hefur og hvað hentar því. Stundum hafði ég það á tilfinningunni að ég mætti vera einhleyp í ákveðin langan tíma þar til ég fór að verða frávik. Ég varð ein af þessum konum sem gat ekki fundið sér kærasta, sem var dæmd til að vera ein að eilífu, ALEIN. 

Fólki finnst mjög gott að þú finnir sjálfa þig eftir skilnað. Frábært hjá þér að vera ein og finna þig heyrði ég oft. Svo liðu tvö ár og þá komu spurningarnar, ertu ekki að deita einhvern, nei, finn engan.  Já, þú meinar, ertu svona kröfuhörð? Svo kom ár þrjú. Þá breyttist þetta í: hvað er að hjá þér, hvers vegna gengur þú ekki út? Uppáhaldið mitt var, þessi gaur, það er líklega eitthvað að hjá honum. Nú hvers vegna? Hann er búinn að vera einhleypur í þrjú ár, það hlýtur að vera eitthvað að honum fyrst að engin vill hann. Já, þú meinar, ég er búin að vera einhleyp í tæp 4 ár. 

Af hverju gerist þú ekki lesbía?

Það er dásamlegt hversu margir eru duglegir að leysa vandamál sem eru ekki til staðar. Það barst einhvern tímann sem oftar í tal að ég væri einhleyp og jú það gengi ekkert að finna mér mann (yfirleitt vegna þess að ég var ekkert markvisst að leita). „Ef þú getur ekki fundið þér mann, hvers vegna gerist þú ekki lesbía? Ha, gerist lesbía, já prófar að spila með hinu liðinu? Hinu liðinu, á ég að skipta úr Breiðablik yfir í HK?“

Fyrst þegar ég heyrði þessa tillögu varð ég pínu móðguð. Er eitthvað að mér? Finnst viðkomandi í alvörunni að það finnist ekki einn gagnkynhneigður karlmaður sem gæti haft áhuga á mér. Ef svo er, hvers vegna ætti einhver kona frekar að hafa áhuga á mér. Ég á mikið af samkynhneigðum vinum. Þeim fannst þetta frekar fyndið. Ásdís mín, ef potturinn af gagnkynhneigðum karlmönnum er lítill þá get ég lofað þér að samkynhneigði potturinn er töluvert minni. Þessi óumbeðnu ráð komu í bunkum. Ansi mörgum fannst að ég ætti að gerast lesbía.

Allt til að ganga út. Mínar þarfir og langanir skiptu ekki öllu máli þarna. Lykilatriðið var þú verður að ganga út. „Ég hugsaði hvað þetta er súrealískt. Hvernig virkar þetta? Set ég í calendar hjá mér, bóka kl. 15:00 á föstudaginn, gerast lesbía“. Fyrst að það væri svona auðvelt mál þá ákvað ég að það væri best að setja líka niður, verða 1,75 m, 70 kg, fjólublá augu og fá þennan fallega brúna húðlit sem Whitney Houston var með. Ég held að það sé alveg jafn auðvelt að hækka um 10 sm eins og að skipta um kynhneigð. En það er bara mín persónulega skoðun.

Ertu virkilega á þessu Twitter-dæmi?

Ertu virkilega á þessu Twitter-dæmi heyrði ég reglulega. Nei, ég er ekki á Twitter. Ég er á Facebook, Snapchat, Instagram, LinkdeIn og skoða stundum Pinterest, það er alveg nóg. Já, ertu ekkert að deita. Ha deita, jú annað slagið. Ertu þá ekki á Twitter? Twitter, ertu að meina Tinder? Já eða það. Jú, ég fer reglulega þarna inn, en það eru bara eintómir fávitar þarna inni“. Í rúmt ár var það viðhorfið mitt. Allir einhleypir karlmenn á Íslandi eru fávitar. Fólki fannst ég full dómhörð þannig að ég breytti þessu í 80% af karlmönnum sem ég hef hitt í gegnum Tinder eru fávitar. Enn þá ogguponuspínulítið dómhart.

Ég var að ræða þetta við fasteignaþjálfarann minn í Bandaríkjunum. Hann sagði, Ásdís, er möguleiki á að þú sért vandamálið? Getur virkilega verið að ALLIR einhleypir karlmenn á Íslandi séu fávitar. Það er ein sameiginleg breyta í þessu máli og það ert þú. Ég hugsaði, „dj. fáviti getur maðurinn verið“. Þeir sem hafa verið að lesa bloggin mín eru mögulega búnir að tengja að gamla ég, þessi sem hafði allt á hornum sér, var ekkert svakalega deithæf. Það kom seinna í ljós að megnið af karlmönnum á Tinder eru frábærir. Þú færð einfaldlega það sem þú sendir frá þér. Ég ákvað því að taka mér langa deitpásu og hreinsa upp gamla drauga og endurstilla mig. Það versta sem hægt er að gera er að reyna að fara í nýtt samband með farangur úr fortíðinni. Það er ekkert ólíkt því að ætla að ganga upp Esjuna en byrja á því að fylla 50 lítra bakpoka af steinum. Mögulega hægt en óþarflega erfitt.

Hvað er Ghosting?

Það getur alveg tekið á taugarnar að vera á markaðnum, og nei þá er ég ekki að tala um fasteignamarkaðnum sem ég er búin að vera að vinna á í 17 ár. Ég er að tala um villta vestrið sem einkennir deitmenninguna. Sumir halda að þetta sé einskorðað við Ísland. Við kunnum ekki að deita, höfum ekki þessa menningu. Elskurnar mínar, leyfið mér að leiðrétta þennan misskilning á núlleinni. Ég hef farið á verri deit í Bandaríkjunum og Barcelona heldur en á Íslandi. Þetta er miklu meira tengt því að fólk veit ekkert hvað það vill. Þú skráir þig á deitsíður að leita að einhverju. Það er mjög óskilgreind leit og svo ertu rosalega hissa að deitið gekk ekkert svakalega vel. Ég meina, þið voruð sko búin að spjalla saman í nokkra klukkutíma áður en þið hittust. Ég held að vandamálið sé hvað þú ert fljótur að finna næsta. Þetta er bara eitt klikk til hægri og þá poppar upp nýr og spennandi einstaklingur. Þú þarft ekkert að hafa fyrir þessu, það er alltaf nýr valmöguleiki handan við hornið. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið „ghostuð“. Hvað er það eiginlega? Það er þegar þú ert jafnvel í miðju samtali við einhvern á Tinder eða Facebook og svo er viðkomandi horfinn. Þá kannski sagðir þú eitthvað sem viðkomandi líkaði ekki eða hann var farinn að tala við aðra manneskju sem virkaði áhugaverðari þessa stundina og þér er hent eins og gömlu rusli. Fyrstu skiptin sem ég lenti í þessu tók ég þessu mjög persónulega. Ég velti mér lengi upp úr því hvað ég hefði gert rangt. Hvað ég hefði getað gert betur. Svo áttaði ég mig á því að vandamálið lá ekki hjá mér heldur hjá þeim sem ghostar. Kurteisi kostar nefnilega ekki neitt og ef viðkomandi hefur ekki lært grunnmannasiði eins og að kveðja þá var það nú frekar mikil heppni að þurfa ekki að kynnast honum betur.

Deitráðgjafar, allt er nú til

Viktor Logi sonur minn er algjör snillingur og svo miklu eldri en kennitalan hans segir til um. Hann benti mér á að fylgja Matthew Hussey á Instagram. Hann væri ansi snjall. Mér leist nú ekkert á blikuna. Þetta var ungur maður sem gæti nú ekki vitað mikið um þarfir miðaldra kvenna. Það kom fljótlega í ljós ég var með bullandi aldursfordóma og Matthew vissi alveg hvað hann söng. Eitt sem sat eftir hjá mér var að hann teiknaði fullt af mönnum á töflu, segjum 50 og svo dró hann hring utan um einn í miðjunni. Hann sagði, þinn maður er númer 22. Vandamálið er að þú ert svo upptekin af því að gefa manni 1, 2 og 3 sjens og reyna að láta það ganga að þú finnur aldrei mann númer 22. Mér fannst þetta frábært ráð og virkaði mjög tímasparandi. Ég setti mér því nokkrar grunnreglur og kvikaði ekki frá þeim. Það er mögulegt að einhverjum hafi fundist þær full harkalegar en þetta er mitt líf ekki satt og mínar reglur. Annað sem Matthew sagði var, ekkert svar er svar. Ef þú ert hunsuð, skilaboðunum þínum ekki svarað þá eru það mjög skýr skilaboð. Mér fannst þetta ansi gott ráð. Því ef þú ert hunsuð á meðan þið eruð að kynnast hvernig verður þetta þá í framtíðinni?

Ég ákvað því að hlusta gífurlega vel á mína innri rödd. Það er hægt að spara sér svo mikinn tíma og sárindi með því að hlusta á sína innri rödd. Ég bjó til spurningar sem ég spurði alla og ýtti á ákveðna takka. Ég ræddi þetta við einn ráðgjafa þegar ég var í lofthræðslumeðferðinni. Hún sagði, Ásdís þú veist hvað þú vilt og það er frábært. Það gerir það líka að verkum að potturinn þinn er kannski minni fyrir vikið en hann er þinn pottur.

Er hægt að setja ástina í Excel-skjal?

Þegar ég skráði mig í Landvættaprógrammið vissi ég að ég þyrfti að setja allan minn tíma og orku í æfingar, vinnu og krakkana og setti mig því í sjálfskipað deitbann. Planið var svo að klára Landvættina í ágúst 2019 og einhenda mér þá í það verkefni að finna mér kærasta. Það vildi nú ekki betur til en að ég fór í gifs og datt út úr Landvættum tímabundið. Nú voru góð ráð dýr. Mér fannst full langt í ágúst 2020 þegar ég myndi klára Landvættina og meira að segja mér fannst manískt að vera í tveggja ára deitbanni þannig að ég ákvað að breyta planinu. Kvöldið fyrir Bláalónsþrautina ákvað ég að núna væri kominn tími á að finna kærastann.

Ég ákvað að nýta mér tæknina sem Darren Hardy kenndi mér. Þegar hann var tilbúinn að finna sér konu þá skrifaði hann fjörutíu blaðsíða ritgerð þar sem hann lýsti í smáatriðum hvernig draumakonan hans væri. Síðan skrifaði hann aðra eins ritgerð um hvernig maður hann þurfti að vera til að verðskulda hana. Ég var fyrir löngu búin að finna út hvernig kona ég þurfti að verða. Þegar ég byrjaði að deita þá var ég fljót að átta mig á því að mennirnir sem ég hafði áhuga á að deita voru í meistaradeildinni og ég var í annarri deild. Það var því um tvennt að velja. Bæta mig og fara upp um tvær deildir eða lækka standardinn. Það var ekkert annað í boði en að uppfæra mig um tvær deildir.

Ég var einfaldlega ekki tilbúin að lækka standardinn, ég vissi að ég yrði að bæta mig. Kalt mat, það eru ekkert svakalega margir menn sem nenna að deita litlar, feitar, reiðar, pirraðar og fúlar konur, reyndar var hæðin líklega ekki vandamálið. Ég tók tvö ár í það verkefni. Þar sem ég lá þarna handleggsbrotin upp í sófa var ekki sjens að ég nennti að fara að skrifa einhverja fjörutíu blaðsíðna ritgerð með annarri hendinni. Ég ákvað því að gera styttri útgáfuna. Ég bjó til lista með tíu atriðum sem framtíðarmaðurinn minn byggi yfir. Ég setti niður útlit, hæð, karaktereinkenni og áhugamál og hvers vegna þessi atriði skiptu mig máli. Ég útbjó síðan Tinder-aðgang sem þessi maður átti að finna og viti menn (og konur) það tók viku að tengja okkur saman.

Ég hitti eina kunningjakonu mína fyrir nokkrum mánuðum og hún spurði hvernig gengi að deita. Ég sagðist vera búin að finna kærastann. Hún leit á mig og brosti og sagði, „ég sá listann þinn og ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki nokkra trú á því að þú myndir finna hann. Listinn var svo svakalega nákvæmur“. Það er akkúrat galdurinn. Ef þú veist hvað þú vilt og hvers vegna þá er svo auðvelt að finna það. Hins vegar ef þú veist ekkert að hverju þú ert að leita þá veistu ekki einu sinni alltaf þegar þú finnur það sem þú leitar að og tækifærið rennur þér úr greipum.

Það er ótrúlega órómantísk að skilgreina draumamanninn

„Ásdís, þú getur ekki gert þetta. Þú getur ekki skilgreint hvernig mann þú vilt. Þetta kemur þegar það kemur. Hvað ætlar þú eiginlega að gera ef þú verður óvart ástfangin og hann passar ekki við listann þinn“? Óvart ástfangin, hvernig gerist það? Labbar kona inn á einhvern stað, sér þar ókunnugan mann og verður svo hugfangin að hún kemur ekki upp einu orði. Seinna um daginn fattar hún svo að hún er svo ástfangin að það kemst ekkert annað að? Ég var aðeins ósammála því að þú verðir óvart ástfangin. Ég svaraði einfaldlega. „Ég er með ákveðin prinsipp sem ég ætla ekki að gefa eftir og ég verð búin að greina það á fyrstu 5 mínútunum hvort hann komi til greina. Ásdís, þú getur ekki spurt svona beinna spurninga. Jú, jú, ég get það alveg. Þetta er nefnilega mitt líf og ég ræð hvernig ég lifi því og hvað skiptir mig máli.“

Það er eitthvað tabú við þarfagreina makann. Það á að gerast að sjálfu sér. Ef þú ætlar að verða viðskiptafræðingur þá ferðu í menntaskóla og svo velur þú þér háskóla sem kennir viðskiptafræði. Þetta er mjög einfalt plan. Hins vegar ef þú ætlar að finna þér maka, einhvern þú átt jafnvel eftir að eignast börn með og eyða ævinni með, þá er það eitthvað sem á að gerast að sjálfu sér, eitthvað spontant ævintýri, fullt af bleikum búbblum og rómantík. Það þótti mjög ósmart að ætla að þarfagreina hann.

Þegar þú ert komin á sextugsaldur þá veistu nákvæmlega hvað þú vilt eða frekar hvað þú vilt ekki. Ég vildi ekki fara aftur í leikskólapakkann. Ég vildi ekki mikinn aldursmun. Ég vildi ekki einu sinni mikinn hæðarmun. Mér fannst skipta máli að hann væri sjálfstætt starfandi og ætti því auðvelt með að setja sig í mín spor varðandi vinnu og álag tengt henni. Þannig að ég bjó til minn draumalista. Hvað skiptir mig máli. Hvaða kröfur geri ég til mín og til hans. Ég þurfti ekki að fara í samband til að drepa tímann. Ég hafði meira en nóg að gera. Ég sá fljótt að það yrðu að vera einhver sameiginleg áhugamál til að þetta gengi upp, ég stunda fjórar íþróttir. Hann yrði að stunda eina af þeim. Golfarar hentuðu því ekki. Yndislegt fólk en eru alltaf úti á golfvelli þar sem ég er ekki. Þú getur alveg tekið upp golf er það ekki? Jú pottþétt, eftir svona tíu ár þegar ég er búin að minnka við mig vinnu. Þannig að ég sendi öllum sömu fjórar spurningarnar.

Hvað áttu mörg börn?

Hvað eru þau gömul?

Við hvað starfar þú?

Hvaða hreyfingu stundar þú?

Eins og ég sagði, tekur fimm mínútur ef þú veist að hverju þú leitar.

Hvernig veistu samt að hann er sá rétti?

Þú veist aldrei hvort að þetta sé sá eini rétti. Þú verður stundum að stökkva út í djúpu laugina, sleppa axlaböndunum og beltinu og björgunarhringnum og láta vaða. Hætta að velta þér upp úr hvað ef og bara njóta þess sem lífið býður upp á.

View this post on Instagram

Dásemdarlaugardagur og loksins komið að löngu laugardagshlaupi með henni Hildu minni. Óralangt síðan síðast. Planið var að taka langt villihlaup í Grafarholtinu og fara svo á sundæfingu. Aðallega millikútasund sem er mitt uppáhald. Eftir rúma 3 km missteig ég mig svona hressilega að hlaupið breyttist í 2ja vatna vinkonustroll. Núna þekkjum við frábæra leið sem verður hlaupin við fyrsta tækifæri. Sundæfingin breyttist í sófaslökum með kælipoka. Ég get sko vottað að #raidlight utanvegaskórnir mínir frá @fjallakofinn styðja mjög vel við ökklann þar sem ég fann ekkert fyrir honum fyrr en ég fór úr skónum og smellti mér því beint í sófakælingu. Ég tek svo bara sundæfinguna næstu helgi #miðaldrakonan #lífiðernúna #lifaognjóta @hraftry @breidablik_triathlon

A post shared by Ásdís Ósk Valsdóttir (@asdisoskvals) on May 23, 2020 at 6:02am PDT



mbl.is