Elsku Sporðdrekinn minn,
Elsku Sporðdrekinn minn,
þvílíkur dýrðartími er að framkallast í þínu lífi, þú sérð vart litina því þú stendur undir regnboganum. Þú færð upp í hendurnar þau tól og tæki sem þig vantar, án þess að hafa eins mikið fyrir því og þú hélst.
Þú lætur engann eða ekkert hafa áhrif á það að fá þá gleði sem þú átt skilið. Eini gírinn sem þú átt alveg að sleppa er að vorkenna þér og þetta er eina setningin sem ég man að mamma sagði við mig þegar ég var ung og og hún klingir svo sterkt við huga minn; Þú skalt alls ekki vorkenna þér hjartað mitt.
Það verða dásamlegaar tengingar í þinni fjölskyldu og þú verður svo stoltur af þínu fólki. Þú munt bera þig, klæða þig öðruvísi eða eitthvað í þá áttina. Og þegar þú lítur í spegil áttu svo sannarlega eftir að sjá hvað þú ert flottur. Ef þú ert svo dásamlega heppinn að vera á lausu þá laðarðu að þér manneskju sem passar þér fullkomlega.
Þú átt að spekúlera í því að ná þér ekki í manneskju sem þú heldur að sé „þín týpa", því sá samruni er búinn að klikka svo oft. Þegar sú finnur þá tilfinningu sem fær þig til að líða vel og geta verið þú sjálfur í samvistum við þann sem þú dáir, þá veistu að ástin er komin til þín.
Hjá hinum sem hafa fundið sér maka ganga hlutirnir einfaldlega vel eða jafnvel mun betur. Þú ert svo trygglyndur og pottþéttur að þegar alvöru ást er í kringum þig mun ekkert slíta það.
Þú ert þeim sem þér þykir vænt um svo rausnarlegur og gefur takmarkalaust, ekki vera sár þó þú fáir ekki allt endurgoldið því þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig. Júpíter er kraftmikill sem verður þér til lukku eða láns og fleytir þér lengra en þig grunar.
Knús og kossar, Sigga Kling
Frægir í Sporðdrekanum:
Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, 5. nóvember
Emmsjé Gauti, rappari, 17. nóvember
Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, 21. nóvember
Karl Bretaprins, 14. nóvember
Hillary Clinton, stjórnmálamaður, 26. október
Leonardo DiCaprio, leikari, 11. nóvember
Magnús Scheving, frumkvöðull, 10. nóvember
Jón Jónsson, tónlistarmaður, 30. október
Króli, tónlistarmaður, 2. nóvember
Bergur Ebbi, grínisti og rithöfundur, 2. nóvember