Hvaða sólarvörn hentar þinni húð?

Snyrtipenninn | 7. júní 2020

Hvaða sólarvörn hentar þinni húð?

Húðskemmdir vegna sólargeisla tilheyra síðustu öld og er brúnkan þar með talin. Miðað við allt sem við vitum í dag um skaðsemi útfjólublárra geisla er sólarvörn orðin heilagur hluti af húðumhirðu. Það er aldrei of seint að tileinka sér notkun sólarvarnar en hér er þér valið auðveldað svo þú getir fundið þá vörn sem hentar þér. 

Hvaða sólarvörn hentar þinni húð?

Snyrtipenninn | 7. júní 2020

Nýjustu sólarvarnir Shiseido búa yfir nýrri tækni svo þær virkjast …
Nýjustu sólarvarnir Shiseido búa yfir nýrri tækni svo þær virkjast enn frekar í snertingu við vatn eða hita.

Húðskemmdir vegna sólargeisla tilheyra síðustu öld og er brúnkan þar með talin. Miðað við allt sem við vitum í dag um skaðsemi útfjólublárra geisla er sólarvörn orðin heilagur hluti af húðumhirðu. Það er aldrei of seint að tileinka sér notkun sólarvarnar en hér er þér valið auðveldað svo þú getir fundið þá vörn sem hentar þér. 

Húðskemmdir vegna sólargeisla tilheyra síðustu öld og er brúnkan þar með talin. Miðað við allt sem við vitum í dag um skaðsemi útfjólublárra geisla er sólarvörn orðin heilagur hluti af húðumhirðu. Það er aldrei of seint að tileinka sér notkun sólarvarnar en hér er þér valið auðveldað svo þú getir fundið þá vörn sem hentar þér. 

Vatnsheld og tæknileg sólarvörn

Shiseido færir okkur sumar af tæknilegustu sólarvörnunum á markaðnum en nýjustu formúlurnar búa yfir þeim eiginleika að veita öflugri vörn þegar þær komast í snertingu við hita eða vatn. Expert Sun Protector Face Cream og Face & Body Lotion búa einnig yfir húðbætandi eiginleikum og draga úr þroskamerkjum á húðinni. Profense CEL dregur úr myndun fínna lína og litabletta og NatureSurge Complex hjálpar húðinni að verjast skaðlegri umhverfismengun.

Shiseido Expert Sun Protector Face Cream SPF 50, 5.799 kr.
Shiseido Expert Sun Protector Face Cream SPF 50, 5.799 kr.
Shiseido Expert Sun Protector Face & Body Lotion SPF 30, …
Shiseido Expert Sun Protector Face & Body Lotion SPF 30, 6.199 kr.

Sólarvörn sem vinnur gegn öldrunarmerkjum

Silky Bronze Cellular Protective Cream frá Sensai er bæði í boði fyrir andlit og líkama. Formúlurnar eru sérstaklega hannaðar til að vinna gegn öldrunarmerkjum á húðinni sem útfjólubláir geislar stuðla að. Innihaldsefni á borð við B-vítamín og grænt te bæta áferð húðarinnar og veita andoxunaráhrif.

Sensai Silky Bronze Cellular Protective Cream For Face SPF 50, …
Sensai Silky Bronze Cellular Protective Cream For Face SPF 50, 11.199 kr.
Sensai Silky Bronze Cellular Protective Cream for Body SPF 50, …
Sensai Silky Bronze Cellular Protective Cream for Body SPF 50, 10.199 kr.

Sólarvörn fyrir viðkvæma húð

Sheer Physical Protection SPF 50 frá Neostrata veitir húðinni breiðvirkavörn með sólarvörn eingöngu úr steinefnum. Formúlan er ilmefnalaus, veitir öfluga andoxunarvirkni og styrkir varnarlag húðarinnar með til að verjast umhverfismengun. Sheer Physical Protection SPF 50 er einnig með lit svo engar hvítar rákir myndast á húðinni og húðliturinn verður jafnari.

Neostrata Sheer Physical Protection SPF 50, 3.979 kr. (Lyfja)
Neostrata Sheer Physical Protection SPF 50, 3.979 kr. (Lyfja)

Nivea hefur sett á markað nýjar sólarvarnir sem sérstaklega henta viðkvæmri húð. UV Face Soothing Sensitive SPF 50 er sólarvörn fyrir andlit og róar húðina og veitir henni raka. Formúlan inniheldur náttúrulega sindurvara, á ekki að erta augu og er án ilmefna. Nivea Sun Sensitive Immediate Protect SPF 50 er síðan góður kostur sem sólarvörn fyrir líkamann. Létt formúlan er ilmefnalaus og vatnsheld og hentar sérstaklega þeim sem hafa óþol fyrir áhrifum sólarinnar.

Nivea Sun UV Face Soothing Sensitive SPF 50, 2.415 kr.
Nivea Sun UV Face Soothing Sensitive SPF 50, 2.415 kr.

Sólarvörn fyrir olíukennda húð

Sun Fluid Sensitive Protect SPF 50 frá Eucerin er mattandi sólarvörn sem hentar bæði olíukenndri og viðkvæmri húð. Formúlan er ilmefnalaus og styður við náttúrulegt viðgerðarferli á DNA húðfrumunnar. Þessi sólarvörn inniheldur hvorki octinoxate né oxybenzone, svo hún hefur ekki skaðleg áhrif á kóralrif.

Eucerin Sun Fluid Sensitive Protect SPF 50, 2.869 kr.
Eucerin Sun Fluid Sensitive Protect SPF 50, 2.869 kr.

Lituð sólarvörn fyrir andlit

Mineral Sun Care Compact SPF 30 frá Clarins er sérlega hentug sólarvörn fyrir andlit þar sem formúlan er kremkennd og með lit. Þannig jafnar varan húðlitinn en umbúðirnar eru hentugar og auðvelt að bæta meiri vörn á andlitið. Umbúðirnar eru framleiddar í samstarfi við Plastic Odyssey og eru að hluta gerðar úr endurunnu plasti.

Clarins Mineral Sun Care Compact SPF 30, 6.499 kr.
Clarins Mineral Sun Care Compact SPF 30, 6.499 kr.

Náttúruleg sólarvörn unnin úr steinefnum

Mineral Sunscreen frá Jasön inniheldur eingöngu sólarvörn unna úr steinefnum og er formúlan þar að auki ilmefnalaus, vegan og laus við öll óæskileg innihaldsefni. Innihaldsefni á borð við aloe vera og grænt te hafa húðbætandi áhrif.

Jasön Mineral Sunscreen SPF 30, 2.490 kr.
Jasön Mineral Sunscreen SPF 30, 2.490 kr.

Sólarvörn í spreyformi fyrir líkama

Milky Mist Sublime Glow SPF 50 frá Dior er sérlega hentug og létt sólarvörn. Formúlan veitir bæði góða vörn og andoxunaráhrif. Þar sem um sprey er að ræða nærðu að bera sólarvörnina á alla staði líkamans. Vörurnar innan Dior Bronze-línunnar búa yfir Tan Beautifier Complex, en það veitir húðinni fallegan ljóma og viðheldur sólkysstu útlitinu lengur.

Dior Bronze Milky Mist Sublime Glow SPF 50, 7.199 kr.
Dior Bronze Milky Mist Sublime Glow SPF 50, 7.199 kr.

Umhverfisvæn sólarvörn fyrir andlit og líkama

Waterlover Sun Mist SPF 30 frá Biotherm er sérlega umhverfisvæn en formúlan sjálf er 99% niðurbrjótanleg og raskar ekki lífríki sjávar. Umbúðirnar eru unnar úr 100% endurunnu plasti, sem er svo 100% endurvinnanlegt. Þessi sólarvörn er sérlega létt, hentar allri fjölskyldunni og hafinu.

Biotherm Waterlover Sun Mist SPF 30, 5.015 kr.
Biotherm Waterlover Sun Mist SPF 30, 5.015 kr.

Vegan sólarvörn sem veitir húðinni ljóma

Urban Shield SPF 30 frá Skin Regimen er góður kostur fyrir andlit en formúlan jafnar húðlitinn, veitir húðinni fallegan ljóma og ver hana gegn umhverfismengun. Urban Shield SPF 30 hægir á þróun öldrunarmerkja húðarinnar og inniheldur virk náttúruleg efni sem hafa húðbætandi og andoxandi eiginleika. Vörur Skin Regimen eru framleiddar með sjálfbærum hætti og eru vegan.

Skin Regimen Urban Shield SPF 30, 9.030 kr.
Skin Regimen Urban Shield SPF 30, 9.030 kr.
mbl.is