Mikill meirihluti notar ekki vímuefni

Samfélagsmál | 11. júní 2020

Mikill meirihluti notar ekki vímuefni

Yfirgnæfandi meirihluti barna í tíunda bekk hefur aldrei reykt, notað hass eða maríjúana eða neytt áfengis síðasta mánuðinn. Börn sem eru mikið með foreldrum sínum í frítíma og taka þátt í íþróttum eða öðru tómstundastarfi eru ólíkleg til að neyta vímuefna. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Margrétar Lilju Guðmundsdóttur, kennara við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík og sérfræðings hjá Rannsóknum & greiningu.

Mikill meirihluti notar ekki vímuefni

Samfélagsmál | 11. júní 2020

Samvera foreldra og barna er mikilvægur og verndandi þáttur.
Samvera foreldra og barna er mikilvægur og verndandi þáttur. mbl.is/Ófeigur

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti barna í tí­unda bekk hef­ur aldrei reykt, notað hass eða maríjú­ana eða neytt áfeng­is síðasta mánuðinn. Börn sem eru mikið með for­eldr­um sín­um í frí­tíma og taka þátt í íþrótt­um eða öðru tóm­stund­a­starfi eru ólík­leg til að neyta vímu­efna. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyr­ir­lestri Mar­grét­ar Lilju Guðmunds­dótt­ur, kenn­ara við íþrótta­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík og sér­fræðings hjá Rann­sókn­um & grein­ingu.

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti barna í tí­unda bekk hef­ur aldrei reykt, notað hass eða maríjú­ana eða neytt áfeng­is síðasta mánuðinn. Börn sem eru mikið með for­eldr­um sín­um í frí­tíma og taka þátt í íþrótt­um eða öðru tóm­stund­a­starfi eru ólík­leg til að neyta vímu­efna. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyr­ir­lestri Mar­grét­ar Lilju Guðmunds­dótt­ur, kenn­ara við íþrótta­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík og sér­fræðings hjá Rann­sókn­um & grein­ingu.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari við HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum …
Mar­grét Lilja Guðmunds­dótt­ir, kenn­ari við HR og sér­fræðing­ur hjá Rann­sókn­um & grein­ingu.

Mar­grét fjallaði í fyr­ir­lestri í há­deg­inu um niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar Ungt fólk 2020 út frá áhættu og vernd­andi þátt­um í lífi ung­menna.  

Hún seg­ir hlut­verk okk­ar að  byggja upp vernd­andi þætti og draga úr áhættuþátt­um. Að ræða við börn­in og fylgj­ast með þeim. Að vita með hverj­um þau eru og hvað þau eru að gera. Að sögn Mar­grét­ar er mik­il­vægt að slíta ekki sam­bandi barns við vini þrátt fyr­ir að eitt­hvað hafi komið upp, svo sem áfengi neytt í eitt skipti. Það sé ekki rétta leiðin til þess að halda börn­um frá áhættu­hegðun. 

Yfir helm­ing­ur nem­enda í 9. og 10. bekk er oft eða nær alltaf með for­eldr­um sín­um utan skóla­tíma á virk­um dög­um og um helg­ar hækk­ar hlut­fallið í tæp 70%. 

Þegar kem­ur að ölv­un má sjá að veru­lega dreg­ur úr lík­um á áfeng­isneyslu barna í 8.-10. bekk ef þau eyða frí­tíma með for­eldr­um og eða for­eldr­ar vita hvar börn þeirra eru á laug­ar­dags­kvöld­um. Sam­vera barna og for­eldra er að aukast og seg­ir Mar­grét. Það er gott að henn­arsögn og að þetta snú­ist ekki um flókna dag­skrá í sam­veru held­ur fyrst og fremst um að vera sam­an. 

Sama á við þegar kem­ur að rafrettu­notk­un. Hún er nán­ast eng­in meðal þess hóps sem ver mest­um tíma með for­eldr­um um helg­ar og í öðrum frí­tíma.

Vímu­efna­neysla nem­enda í 8.-10 bekk sem taka þátt í skipu­lögðu íþrótt­a­starfi með íþrótta­fé­lagi er einnig áber­andi minni en þeirra sem ekki æfa íþrótt­ir. Því oft­ar sem þau æfa því ólík­legra er að þau noti vímu­efni og skipt­ir þar engu um hvaða vímu­efni er að ræða. 

Ákvæði um úti­vist­ar­tíma virk­ar og gott fyr­ir for­eldra að geta vísað í þenn­an ramma sem sett­ur er af lög­reglu. Mar­grét seg­ir að það sjá­ist mjög skýrt í gögn­um að þeir nem­end­ur sem eru sjald­an eða aldrei úti fram yfir miðnætti noti mun sjaldn­ar vímu­efni. 

Áfengisneysla er mjög lítil meðal unglinga.
Áfeng­isneysla er mjög lít­il meðal ung­linga. AFP

Ölvun, reyk­ing­ar, kanna­bisneysla og dag­leg rafrettu­notk­un er meiri meðal nem­enda sem fóru út og komu heim eft­ir miðnætti að sögn Mar­grétar.

Hún seg­ir að það séu eng­ir töfr­ar sem eru á bak við þann ár­ang­ur sem Íslend­ing­ar hafa náð í að draga úr áhættuþátt­um og auka vernd­andi þætti held­ur er hér verið að gera það sem virk­ar, að horfa á áhættu- og vernd­andi þætti í um­hverfi ung­menna. Það eru fjór­um sinn­um meiri lík­ur á að barn sem byrj­ar að drekka áfengi fyr­ir fimmtán ára aldri eigi við vímu­efna­vanda að  stríða síðar á æv­inni að sögn Mar­grétar Lilju Guðmunds­dótt­ur.

mbl.is