Ríki ESB opni landamærin fyrir hvert öðru 15. júní

Evrópusambandið | 11. júní 2020

Ríki ESB opni landamærin fyrir hvert öðru 15. júní

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því að sambandsríkin 27 opni að fullu landamæri sín gagnvart hvert öðru frá og með 15. júní.

Ríki ESB opni landamærin fyrir hvert öðru 15. júní

Evrópusambandið | 11. júní 2020

Ylva Johansson á blaðamannafundi í dag.
Ylva Johansson á blaðamannafundi í dag. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því að sambandsríkin 27 opni að fullu landamæri sín gagnvart hvert öðru frá og með 15. júní.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því að sambandsríkin 27 opni að fullu landamæri sín gagnvart hvert öðru frá og með 15. júní.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Áform eru uppi um að ytri landamæri sambandsins verði síðan opnuð rólega í framhaldinu, og þá aðeins fyrir löndum þar sem talið er að náðst hafi stjórn á faraldri kórónuveirunnar.

„Alþjóðleg ferðalög eru lykilatriði fyrir ferðaiðnað og viðskipti, og fyrir fjölskyldur og vini til að ná aftur saman,“ sagði framkvæmdastjóri innanríkismála ESB, Ylva Johansson, á fundinum.

„Þótt við þurfum öll að gæta áfram varúar er kominn tími til að undirbúa af alvöru afléttingu á ferðatakmörkunum til og frá löndum þar sem ástand heilbrigðismála er svipað því sem ríkir innan Evrópusambandsins,“ bætti hún við.

Að minnsta kosti 416 þúsund látnir

Í Bandaríkjunum, þar sem flestir hafa hvort tveggja sýkst og látist af völdum veirunnar, fór fjöldi skráðra tilfella yfir tvær milljónir í dag.

Á sama tíma skreið fjöldi tilfella í Rússlandi yfir 500 þúsund.

Alls hefur veiran dregið að minnsta kosti 416 þúsund manns til dauða frá því hún tók að breiðast út um heiminn í desember, samkvæmt talningu AFP-fréttastofunnar. Samtals hafa fleiri en 7,3 milljónir tilfella verið skráðar.

Mesti samdráttur á þessari öld

Faraldurinn hefur komið illa við efnahag flestra ríkja heimsins, enda hafa honum fylgt ýmiss konar takmarkanir á ferðum og samkomum manna.

Efnahags- og framfarastofnunin OECD greindi í dag frá því að á fyrstu þremur mánuðum ársins hefði efnahagur G20-ríkjanna dregist saman um 3,4%.

Samdrátturinn er sá mesti frá því hafist var handa við að skrá þessar upplýsingar árið 1998. Mestur var hann í Kína, þar sem efnahagurinn dróst saman um heil 9,8%.

mbl.is