Svona fullkomnarðu sólkyssta útlitið

Snyrtipenninn | 13. júní 2020

Svona fullkomnarðu sólkyssta útlitið

Sama hvað hitamælirinn segir þá streyma hlýir litatónar til okkar í öllu sínu veldi. Sólkyssta útlitið snýst ekki endilega um það að vera brún. Öllu heldur er aukin áhersla lögð á hlýja litartóna í förðuninni. Fullkomnaðu sólkyssta útlitið með snyrtivörum sem fara öllum vel.

Svona fullkomnarðu sólkyssta útlitið

Snyrtipenninn | 13. júní 2020

Sólkysst útlit snýst ekki endilega um að vera brún. Öllu …
Sólkysst útlit snýst ekki endilega um að vera brún. Öllu heldur snýst það um að nota hlýrri litatóna á andlitið. Skjáskot/Instagram

Sama hvað hitamælirinn segir þá streyma hlýir litatónar til okkar í öllu sínu veldi. Sólkyssta útlitið snýst ekki endilega um það að vera brún. Öllu heldur er aukin áhersla lögð á hlýja litartóna í förðuninni. Fullkomnaðu sólkyssta útlitið með snyrtivörum sem fara öllum vel.

Sama hvað hitamælirinn segir þá streyma hlýir litatónar til okkar í öllu sínu veldi. Sólkyssta útlitið snýst ekki endilega um það að vera brún. Öllu heldur er aukin áhersla lögð á hlýja litartóna í förðuninni. Fullkomnaðu sólkyssta útlitið með snyrtivörum sem fara öllum vel.

Léttur farði

Notaðu léttan farða fyrir frísklegri ásýnd. Prófaðu Les Beiges Water Fresh Tint frá Chanel en þessi ofurlétta og rakagefandi formúla er fullkomin fyrir sumarið. Formúlan veitir mjög létta þekju svo ef þú vilt aukna þekju á tiltekin svæði er hentugt að nota örlítið af hyljara. Nýi Forever Skin Corrector Concealer frá Dior er tilvalinn í verkið, enda veitir hann mikla þekju og haggast ekki á húðinni. Umbúðirnar eru heldur stærri en hinn hefðbundni hyljari og burstinn sömuleiðis. Þetta er vegna þess að þessa formúlu má einnig nota sem fullþekjandi farða á þau svæði sem þess þurfa. 

Chanel Les Beiges Water Fresh Tint, 10.199 kr.
Chanel Les Beiges Water Fresh Tint, 10.199 kr.
DIor Forever Skin Correct Concealer, 5.999 kr.
DIor Forever Skin Correct Concealer, 5.999 kr.

Sólarpúður

Það er lykilatriði að nota gott sólarpúður þegar maður ætlar sér að ná fram sólkyssta útlitinu. Fyrir óreynda leikmenn er hentugt að nota stóran púðurbursta og bera sólarpúðrið á þá staði andlitsins sem sólin skín náttúrulega á. Meða stóran bursta að vopni eru minni líkur á sólarpúðrið virki ójafnt á húðinni. Á hverju ári kemur ný útgáfa af sólarpúðri innan Terracotta-línu Guerlain, í takmörkuðu upplagi. Pacific Avenue Bronzing & Blush Powder nefnist útgáfan í ár og er falleg blanda af sólarpúðri og kinnalit. Það er einnig tilvalið að nota matt sólarpúður til að fá eðlilega sólkyssta ásýnd. Radiant Matte Bronzing Powder frá MAC er tilvalið fyrir sumarið. 
Guerlain Terracotta Pacific Avenue Bronzing & Blush Powder, 7.199 kr.
Guerlain Terracotta Pacific Avenue Bronzing & Blush Powder, 7.199 kr.
MAC Radiant Matte Bronzing Powder er hluti af sumarlínu merkisins …
MAC Radiant Matte Bronzing Powder er hluti af sumarlínu merkisins og kemur í tveimur litatónum (væntanlegt).

Sumarljómi

Innan sumarlínu MAC, sem nefnist einfaldlega Bronzing, nær hitinn hámarki með ljómavörunum sem þar má finna. Strobe Face Glaze frá MAC er ný vara sem býr yfir gelkenndri áferð og veitir líklega einn öflugasta ljóma sem sést hefur. Þú getur notað þessa vöru á ýmsan hátt, svo andlitið fangi ljósið betur, eða blandað örlitlu af formúlunni út í andlits- eða líkamskrem fyrir aukinn ljóma á ýmis svæði líkamans. 
MAC Strobe Face Glaze er hluti af sumarlínu merkisins og …
MAC Strobe Face Glaze er hluti af sumarlínu merkisins og kemur í fjórum litatónum (væntanlegt).

Fullkomnar varir

Nýju varalitablýantarnir frá Shiseido nefnast LipLiner InkDuo og eru þeir líklega með þeim bestu á markaðnum og fást í tólf litum. Öðrum megin er endingargóður varalitablýantur en á hinum endanum er glær og mýkjandi grunnur sem nærir og sléttir varirnar. Þetta er nauðsynjavara í snyrtiveskið fyrir þær sem vilja mjúkar og mótaðar varir. Til að gera varirnar enn þokkafyllri skaltu prófa að setja nýja Shimmer GelGloss frá Shiseido ofan á. Þetta ofur-ljómandi gloss er einstakt fyrir þær sakir að það er ekki á nokkurn hátt klístrað og varirnar verða silkimjúkar. Shimmer GelGloss fæst í tíu litatónum.
Shiseido LipLiner InkDuo (03 Mauve), 3.999 kr.
Shiseido LipLiner InkDuo (03 Mauve), 3.999 kr.
Shiseido Shimmer GelGloss (02 Toki Nude), 3.999 kr.
Shiseido Shimmer GelGloss (02 Toki Nude), 3.999 kr.

Mild augnförðun

Hlýir og mildir tónar kalla augnlitinn gjarnan betur fram. Slíkir litatónar eru auðveldir í notkun en The Necessary Eyeshadow Palette frá ILIA í litnum Warm Nude inniheldur einmitt sex slíka. Þessi augnskuggapalletta er auðveld í notkun og eru litirnir sérlega fallegir. Toppaðu augnförðunina með mjúkum og endingargóðum augnblýanti en Stylo Yeux Waterproof frá Chanel stendur alltaf fyrir sínu.
ILIA The Necessary Eyeshadow Palette (Warm Nude), 7.990 kr. (Verslunin …
ILIA The Necessary Eyeshadow Palette (Warm Nude), 7.990 kr. (Verslunin Nola)
Chanel Stylo Yeux Waterproof (20 Espresso), 4.599 kr.
Chanel Stylo Yeux Waterproof (20 Espresso), 4.599 kr.

Brún án sólar

Það heyrir sögunni til að ætla sér að eyðileggja húðina með því að liggja undir sólinni til að verða brún. Prófaðu Self Tan Purity Vitamins Bronzing Water Serum frá St. Tropez til að fá eðlilegan lit í andlitið sem endist í nokkra daga. Þetta er serum-formúla sem er hlaðin húðbætandi eiginleikum. Hún inniheldur meðal annars C- og D-vítamín, rakagefandi hýalúrónsýru og vinnur gegn litamisfellum í húðinni. Það er einnig sniðugt að nota Perle De Soleil-brúnkudropana frá Marc Inbane en þú einfaldlega blandar nokkrum dropum út í andlitskremið þitt, eða líkamskrem, og færð þannig eðlilegan lit sem auðvelt er að viðhalda.
St. Tropez Self Tan Purity Vitamins Bronzing Water Serum, 5.099 …
St. Tropez Self Tan Purity Vitamins Bronzing Water Serum, 5.099 kr.
Marc Inbane Perle de Soleil Tanning Drops, 6.890 kr.
Marc Inbane Perle de Soleil Tanning Drops, 6.890 kr.


mbl.is