Aflinn meiri en verðmætin minni í maí

Samdráttur í sjávarútvegi | 15. júní 2020

Aflinn meiri en verðmætin minni í maí

Afli íslenska fiskiskipaflotans nam 125,6 þúsund tonnum í maí 2020 sem er 3% meiri afli en í sama mánuði í fyrra og var aflinn, metinn á föstu verðlagi, 8,9% minni en í maí 2019, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Aflinn meiri en verðmætin minni í maí

Samdráttur í sjávarútvegi | 15. júní 2020

Um 47% minna veiddist af ufsa í maí en í …
Um 47% minna veiddist af ufsa í maí en í sama mánuði í fyrra. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

Afli íslenska fiskiskipaflotans nam 125,6 þúsund tonnum í maí 2020 sem er 3% meiri afli en í sama mánuði í fyrra og var aflinn, metinn á föstu verðlagi, 8,9% minni en í maí 2019, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Afli íslenska fiskiskipaflotans nam 125,6 þúsund tonnum í maí 2020 sem er 3% meiri afli en í sama mánuði í fyrra og var aflinn, metinn á föstu verðlagi, 8,9% minni en í maí 2019, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Þar segir að 12% samdráttur varð á veiðum á botnfiski, utan þorskafla sem jókst um 1% og var hann tæplega 26,7 þúsund tonn. Mesti samdrátturinn var í ufsa og nam aflinn fjögur þúsund tonnum, en það er 47% minna en á sama tíma í fyrra.

Ef litið er til uppsjávarfiskaflans veiddust tæp 80 þúsund tonn sem er um 15% meira en í maí 2019, en meginuppistaða uppsjávaraflans var kolmunni eða tæp 79 þúsund tonn.

Þá var afli strandveiðibáta í maí á þessu ári svipaður og á fyrri árum þar sem um 94% af aflanum er þorskur veiddur á handfæri.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2019 til maí 2020 var 969 þúsund tonn sem er 12% minni afli en á sama tímabili á undan.

mbl.is