Framkvæmdaleyfi Vesturverks vegna gerðar vinnuvega og efnistöku fyrir rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar er fallið úr gildi, en samkvæmt 2. mgr. 15. gr. skipulagslaga fellur framkvæmdaleyfi úr gildi hafi framkvæmd ekki verið hafin innan tólf mánaða frá útgáfu þess. Framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar var gefið út 12. júní 2019.
Framkvæmdaleyfi Vesturverks vegna gerðar vinnuvega og efnistöku fyrir rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar er fallið úr gildi, en samkvæmt 2. mgr. 15. gr. skipulagslaga fellur framkvæmdaleyfi úr gildi hafi framkvæmd ekki verið hafin innan tólf mánaða frá útgáfu þess. Framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar var gefið út 12. júní 2019.
Framkvæmdaleyfi Vesturverks vegna gerðar vinnuvega og efnistöku fyrir rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar er fallið úr gildi, en samkvæmt 2. mgr. 15. gr. skipulagslaga fellur framkvæmdaleyfi úr gildi hafi framkvæmd ekki verið hafin innan tólf mánaða frá útgáfu þess. Framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar var gefið út 12. júní 2019.
Greint hafði verið frá því að framkvæmdum við Hvalárvirkjun yrði frestað um óákveðinn tíma vegna markaðsaðstæðna og hafði báðum starfsmönnum Vesturverks á Ísafirði verið sagt upp.
Samkvæmt tilkynningu frá ÓFEIGU náttúruvernd hófust framkvæmdir aldrei á grundvelli framkvæmdaleyfisins. Vesturverk vann hins vegar um skamma hríð sumarið 2019 að vegagerð á Ófeigsfjarðarvegi, sem liggur að Hvalá, á grunni annars framkvæmdaleyfis og samnings við Vegagerðina um viðhald þjóðvegar, en þeim samningi hefur verið sagt upp.
Samkvæmt uppsagnarbréfinu, sem mbl.is hefur undir höndum, eru „engin áform um að hætta við verkefnið en aðeins verið að hægja á því um óákveðinn tíma, m.a. vegna aðstæðna á raforkumarkaði“.
Fréttin hefur verið uppfærð.