Tónskáldin Hildur Guðnadóttir og Veronique Vaka voru í dag tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands árið 2020.
Tónskáldin Hildur Guðnadóttir og Veronique Vaka voru í dag tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands árið 2020.
Tilnefningarnar voru kynntar í beinu streymi frá Kaupmannahöfn og London í dag. Tólf verk eru tilnefnd fyrir listrænt gildi sitt. Á meðal tilnefninganna eru poppplötur, kvikmyndatónlist, sinfóníur og konsertar sem eiga rætur í tónlist frá þremur kynslóðum.
Kynnar voru breski blaðamaðurinn Andrew Mellor og tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir, fyrrum handhafi verðlaunanna, og í útsendingunni báru þau lof á hin tilnefndu, sem endurspegla breitt svið norrænnar tónlistar.
„Það hefur verið heiður að fá að kynna sér verkin sem tilnefnd eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þau spanna allt frá poppplötum og kvikmyndatónlist til sinfóníuverka og konserta og eru unnin úr tónlist þriggja kynslóða. Það sem sameinar verkin tólf er tæknilegur agi og knýjandi þörf fyrir tjáningu í gegnum tónlist. Öll tólf verðskulda þau að fá víðtæka hlustun og við vonumst til að geta stuðlað að því með þessari útsendingu,“ segir Andrew Mellor tónlistarblaðamaður.
Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 verður kynntur þann 27. október á verðlaunahátíð í Reykjavík í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda.Í ár renna verðlaunin til tónskálds.
Listi yfir allar tilnefningar Norðurlandaráðs árið 2020
Danmörk
- Songs of doubt eftir Niels Rønsholdt
- Symphony II for Sampler and Chamber Orchestra eftir Den Sorte Skole & Karsten Fundal
Finnland
- Lake eftir 3TM
- Konsertto neljäsosasävelaskelpianolle ja kamariorkesterille
Færeyjar
- VÍN eftir Janus Rasmussen
Grænland
- Inuunerup oqarfigaanga / Livet skal leves på ny eftir Rasmus Lyberth
Ísland
- Chernobyl eftir Hildi Guðnadóttur
- Lendh eftir Veronique Vöku
Noregur
- Lyriske stykker eftir Ørjan Matre
- Theory of the Subject eftir Trond Reinholdtsen
Svíþjóð
- Honey eftir Robyn
- Acanthes eftir Andreu Tarrodi