Garrett Rolfe, lögreglumaður sem skaut Rayshard Brooks til bana í Atlanta í Georgíu-ríki á föstudag, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi (e. Felony murder). Rolfe hefur áður verið ávítaður í starfi sínu fyrir að beita skotvopni.
Garrett Rolfe, lögreglumaður sem skaut Rayshard Brooks til bana í Atlanta í Georgíu-ríki á föstudag, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi (e. Felony murder). Rolfe hefur áður verið ávítaður í starfi sínu fyrir að beita skotvopni.
Garrett Rolfe, lögreglumaður sem skaut Rayshard Brooks til bana í Atlanta í Georgíu-ríki á föstudag, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi (e. Felony murder). Rolfe hefur áður verið ávítaður í starfi sínu fyrir að beita skotvopni.
Rolfe skaut Brooks í bakið á bílastæði við Wendy's-veitingastað í borginni á föstudag. Lögreglumennirnir hugðust handtaka Brooks. Hann lést af sárum sínum á spítala. Rolfe var sagt upp störfum vegna atviksins og félagi hans hefur verið færður til í starfi.
Réttarmeinafræðingur úrskurðaði dauða Brooks manndráp. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að þegar Brooks var skotinn ógnaði hann lögreglumönnunum ekki með neinum hætti,“ segir Paul Howard, saksóknari í málinu.
Hann segir jafnframt að ekkert hafi réttlætt það að skjóta Brooks í bakið, hvað þá að sparka í hann þegar honum blæddi, líkt og sést á myndskeiði sem náðist af vettvangi.
Ákæran á hendur Rolfe er í ellefu liðum og gæti hann átt yfir höfði sér dauðarefsingu, verði hann fundinn sekur.