Ríkið hafnaði bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar, upp á 85 milljónir þann 15. júní síðastliðinn með vísan til ættleiðingar Arnars. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Ríkið hafnaði bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar, upp á 85 milljónir þann 15. júní síðastliðinn með vísan til ættleiðingar Arnars. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Ríkið hafnaði bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar, upp á 85 milljónir þann 15. júní síðastliðinn með vísan til ættleiðingar Arnars. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Tryggvi var hnepptur í gæsluvarðhald á Þorláksmessu árið 1975 vegna gruns um aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar en þá var Arnar Þór tveggja ára gamall. Hann var ættleiddur tólf ára, árið 1985, fjórum árum eftir að faðir hans losnaði úr fangelsi.
Í frétt Fréttablaðsins lýsir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Arnars, miklum vonbrigðum með forsætisráðherra og segir hann Katrínu Jakobsdóttur hafa grátið krókódílstárum í þinginu vegna málsins. Að sögn Vilhjálms er ljóst að ríkinu verði stefnt og dómstólar muni því fá að skera úr um rétt Arnars til bóta.