Kína ákærir Kanadamenn fyrir njósnir

Kína ákærir Kanadamenn fyrir njósnir

Kínversk stjórnvöld hafa nú ákært tvo Kanadamenn fyrir njósnir, meir en 18 mánuðum eftir að þeir voru hnepptir í varðhald. Michael Kovrig, fyrrverandi erindreki í Kína, og Michael Spavor, kaupsýslumaður, hafa verið í haldi í Kína síðan í desember 2018. 

Kína ákærir Kanadamenn fyrir njósnir

Huawei og 5G-fjar­skipta­tækn­in | 19. júní 2020

Michael Spavor (t.v.) og Michael Kovrig (t.h.).
Michael Spavor (t.v.) og Michael Kovrig (t.h.). AFP

Kínversk stjórnvöld hafa nú ákært tvo Kanadamenn fyrir njósnir, meir en 18 mánuðum eftir að þeir voru hnepptir í varðhald. Michael Kovrig, fyrrverandi erindreki í Kína, og Michael Spavor, kaupsýslumaður, hafa verið í haldi í Kína síðan í desember 2018. 

Kínversk stjórnvöld hafa nú ákært tvo Kanadamenn fyrir njósnir, meir en 18 mánuðum eftir að þeir voru hnepptir í varðhald. Michael Kovrig, fyrrverandi erindreki í Kína, og Michael Spavor, kaupsýslumaður, hafa verið í haldi í Kína síðan í desember 2018. 

Handtöku þeirra bar að nokkrum dögum eftir að Meng Wanzhou, framkvæmdastjóri innan kínverska tæknirisans Huawei var handtekinn í kanadísku borginni Vancouver, að beiðni Bandaríkjamanna. 

Kanadísk stjórnvöld hafa kallað handtökurnar handahófskenndar en stjórnvöld í Kína neita því að um væri að ræða hefndaraðgerðir vegna handtöku Meng. 

Bæði Kovrig og Spavog voru ákærðir fyrir að hafa „njósnað um ríkisleyndarmál“ og veitt „utanaðkomandi aðila“ leynilega þjónustu. 

Dómskerfi Kína er algjörlega stjórnað af kommúnistaflokknum og hefur dómurinn næstum 100% sakfellingarhlutfall þegar sakborningar eru ákærðir. 

mbl.is