Grillaðar lambakótilettur með fylltum tómötum og sætkartöflum

Uppskriftir | 21. júní 2020

Grillaðar lambakótilettur með fylltum tómötum og sætkartöflum

Grillaðar lambakótilettur með fylltum tómötum og sætkartöflum

Grillaðar lambakótilettur með fylltum tómötum og sætkartöflum

Uppskriftir | 21. júní 2020

00:00
00:00

Grillaðar lambakótilett­ur með fyllt­um tómöt­um og sæt­kart­öfl­um

Grillaðar lambakótilett­ur með fyllt­um tómöt­um og sæt­kart­öfl­um

  • 4 kótilett­ur
  • 1 hvít­lauk­ur
  • 1 limeHerb de Provence-krydd frá Krydd­hús­inu
  • ólífu­olía
  • 1 sæt kart­afla
  • pip­arsósasalt
  • 6 litl­ir tóm­at­ar
  • rjóma­ost­ur með grillaðri papriku og chili

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera hvít­lauk í tvennt og nudda vel yfir kótilett­urn­ar.
  2. Kryddið kótilett­urn­ar vel með krydd­inu.
  3. Rífið síðan börk af lime yfir og saltið.
  4. Sáldrið að síðustu ólífu­olíu yfir og þá er kjötið til­búið á grillið.
  5. Flysjið sætu kart­öfl­una og skerið síðan í 1 cm sneiðar.
  6. Skerið síðan sneiðarn­ar langsum þannig að úr verði lang­ir striml­ar. Kryddið vel með krydd­inu, saltið og hellið ólífuolíu vel yfir. Veltið kart­öfl­un­um vel upp úr krydd­inu og ol­í­unni. Skerið lime í fjóra báta.
  7. Skerið tóm­at­ana í tvennt og takið kjötið úr þeim. Fyllið með rjóma­ost­in­um. Hafið grillið vel heitt áður en þið byrjið að grilla. Kótiletturn­ar þurfa ekki lang­an tíma á grill­inu en þegar komn­ar eru góðar grill­rend­ur og fit­an er far­in að krauma eru þær tilbún­ar. Oft get­ur þurft að snúa þeim aðeins upp á rönd til að fit­an brenni bet­ur. Grillið kart­öfl­urn­ar á sama tíma og snúið þeim reglu­lega.
  8. Þannig er best að fylgjast með hvort þær séu til­bún­ar. Tóm­at­ana er best að grilla á efri grind og leyfa þeim að vera dágóða stund á grill­inu til að tryggja jafna og hæga eldun. Grillið hvít­lauk og lime á sama tíma. Takið af grill­inu, raðið á steikarfat og berið þannig fram.
  9. Skreytið með hvít­lauknum og kreistið límónusafa yfir.
mbl.is