Donald Trump Bandaríkjaforseti hætti við að beita Kínverja frekari viðurlögum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á úígúr-múslimum vegna þess að hann var í þann mund að landa „frábærum viðskiptasamningi“ við kínversk stjórnvöld.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hætti við að beita Kínverja frekari viðurlögum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á úígúr-múslimum vegna þess að hann var í þann mund að landa „frábærum viðskiptasamningi“ við kínversk stjórnvöld.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hætti við að beita Kínverja frekari viðurlögum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á úígúr-múslimum vegna þess að hann var í þann mund að landa „frábærum viðskiptasamningi“ við kínversk stjórnvöld.
Trump sagði í samtali við fjölmiðilinn Aiox að viðskiptasamningurinn þýddi að hann gæti ekki beitt frekari refsiaðgerðum.
Kínversk stjórnvöld hafa haldið um milljón kínverskum úígúr-múslimum í Xinjiang í því sem þeir kalla náms- og refsingarbúðir, en neita því að illa sé farið með þá í búðunum. Rannsóknir erlendra aðila á búðunum gefa hins vegar tilefni til að ætla annað.
Málið kom upp í kjölfar útgáfu bókar Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, þar sem forsetinn er sagður hafa gefið Xi Jinping, forseta Kína, „grænt ljós“ á uppbyggingu búðanna. Trump neitar þessum ásökunum.
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, hefur fordæmt ákvörðun Trumps.