Þessu máttu alls ekki missa af á HönnunarMars

HönnunarMars | 24. júní 2020

Þessu máttu alls ekki missa af á HönnunarMars

HönnunarMars hóf göngu sína í dag og stendur hönnunarhátíðin yfir til 28. júní. Allir hönnunarunnendur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og svolítinn innblástur líka í leiðinni. Hér eru nokkrir viðburðir sem þú mátt alls ekki missa af. 

Þessu máttu alls ekki missa af á HönnunarMars

HönnunarMars | 24. júní 2020

HönnunarMars hóf göngu sína í dag og stendur hönnunarhátíðin yfir til 28. júní. Allir hönnunarunnendur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og svolítinn innblástur líka í leiðinni. Hér eru nokkrir viðburðir sem þú mátt alls ekki missa af. 

HönnunarMars hóf göngu sína í dag og stendur hönnunarhátíðin yfir til 28. júní. Allir hönnunarunnendur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og svolítinn innblástur líka í leiðinni. Hér eru nokkrir viðburðir sem þú mátt alls ekki missa af. 

Epal - Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd

Verslunin Epal sýnir úrval af áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og sumir einnig á erlendri grundu.

ANNA THORUNN, ARKITÝPA, FORMER, IHANNA HOME, Ingólfur Örn Guðmundsson, Kormákur og Skjöldur, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Pastelpaper, stundumstudio, Sigurjón Pálsson, ÖRN DUVALD. Þar verður einnig sýndur stóll Helga Hallgrímssonar sem búið er að endurgera af House of Finn Juhl. 

Circle - Circle er ný heimilislína frá Reykjavík Trading Co. sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði í nærumhverfi í Hafnarfirði. Hönnuðirnir safna saman, hanna og búa til nýjar vörur og nýta til þess matarafganga sem fá þar með annað líf við matarborðið.

Hjónin á bak við Reykjavík Trading Co. (R.T.Co.) munu setja upp sýninguna „Circle“ fyrir HönnunarMars 2020 þar sem unnið er með matarafganga og áhersla lögð á nærumhverfið.

Þemað er einfalt. Matarafgöngum er safnað saman frá veitingastöðum og kaffihúsum sem liggja í ákveðnum radíus út frá heimili þeirra. Úr þeim verða til nýjir hlutir fyrir heimilið og hinir endurnýttu hlutir fá önnur hlutverk í formi keramiks eða vefnaðarvöru. Keramikið er unnið í samstarfi með Þóru Breiðfjörð, keramikhönnuði.

Hlutir úr „Circle“ línunni verða til sýnis í verslunar- og sýningarrými R.T.Co., The Shed í Hafnarfirði á meðan opnun stendur en vörurnar verður hægt að kaupa í takmörkuðu upplagi. Boðið verður upp á mat og drykk á opnuninni sem einnig munu tengjast þemanu sem þau vinna með.

Ragna Rok: Samstarf íslenska hönnunarfyrirtækisins 66°Norður og Rögnu Ragnarsdóttur, vöruhönnuðar.

Ragna Rok húfan er tilvísun í fyrri verk hönnuðarins Rögnu Ragnarsdóttur þar sem hún vinnur með lagskipta liti. Útkoman á húfunni er landslag sem á svipstundu getur farið „út í veður og vind“. 

Ragna Rok húfan er tilvísun í fyrri verk hönnuðarins Rögnu Ragnarsdóttur þar sem hún vinnur með lagskipta liti. Útkoman á húfunni er landslag sem á svipstundu getur farið „út í veður og vind“. Húfan er með tilvísun í hálendi Íslands á framhliðinni, en sé henni snúið við þá koma í ljós orðin „Út í veður og vind“.

Húfan verður til sölu í verslun 66°Norður á Laugavegi 17-19 á meðan Hönnnunarmars stendur.

Farmers Market og Bláa Lónið

Farmers Market – Iceland kynnir nýja línu sem hönnuð er sérstaklega fyrir fyrir Bláa Lónið. Línan er innblásin af hinum mögnuðu litum sem er að finna í lóninu sjálfu og nánasta umhverfi þess.

Hinn einstaki hvítblái litur vatnsins í Bláa Lóninu og hinn svarbrúni litur hraunsins allt um kring mynda símynstur sem var sérstaklega hannað fyrir línuna. Mynstrið prýðir fallegt, prjónað teppi úr íslenskri ull sem einnig má nota sem notalegt ponsjó, og ullarsokka í stíl. Í línunni er einnig að finna prjónahúfu, vettlinga og trefil sem eru úr einskonar Lava-Lagoon tvíd-efni, þar sem litir lónsins og hraunsins blandast saman í dásamlegan og dáleiðandi litatón.

Farmers Market – Iceland er íslenskt hönnunarfyrirtæki, stofnað árið 2005. Náttúruleg hráefni, notagildi og virðing fyrir umhverfinu eru meðal grunngilda fyrirtækisins. Sjálf hönnunin kviknar jafnan í skurðpunktinum þar sem íslensk arfleifð mætir alþjóðlegum og módernískum straumum.


Ásmundarsalur - 3 sýningar

Corrugation Lights

Ný ljósasería eftir vöruhönnuðinn Theodóru Alfreðsdóttur og Tino Seubert. 

Corrugation er sería af ljósum innblásin af húsgagnaframleiðslu miðrar síðustu aldar. Serían samanstendur af hangandi ljósi og veggljósum sem geta verið sett saman á mismunandi hátt og myndað þannig áhugavert landslag. Serían notar formbeygingu viðar sem upphafspunkt – aðferð sem krefst mikillar nákvæmni og natni. Viðurinn er svo paraður við tilbúin álrör en fallegar andstæður myndast þar sem kalt pólýhúðað rörið leggst upp að mjúkum viðnum.

Álrörin koma í fimm litum – svörtu, dökkbláu, gráhvítu, rauðu og ljósbláu. Viðurinn er Eski, sem annað hvort er lakkaður með glæru eða í sama lit og rörið. Hangandi ljósið og veggbitana er hægt að fá í mismunandi lengdum til að henta hvaða rými sem er.

Genki Instruments: Gagnvirk sýning á Wave frá Genki Instruments, handhöfum Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Sýningin spannar þróunarferli Wave og fá gestir að upplifa hvernig tónlistarfólk notar hringinn í sköpun sinni og flutningi um allan heim í dag ásamt því að öðlast innsýn í framtíðarmöguleika hans.

Genki Instruments er hátæknifyrirtæki sem vinnur að því að gera tækni náttúrulegri. Við ættum ekki að þurfa að breyta hegðun okkar til aðlagast tækjunum í lífi okkar – þvert á móti verðum við að finna leið til þess að þau skilji litbrigði mannlegrar tjáningar. Í sífellt tengdari heimi liggur á að finna farsæla lausn og því er Genki Instruments að endurhanna samtal okkar við tækni og gera það náttúrulegra.

Að baki Genki Instruments er þverfaglegt teymi sem hefur frá upphafi lagt jafna áherslu á hönnun og verkfræði. Teymið hefur þróað heildstæða tæknilausn og byggt upp þekkingu sem nær frá útlits- og upplifunarhönnun til algríma og vélbúnaðarþróunar.

Plöntugarðurinn - Halldór Eldjárn
Í Plöntugarðinum er sýnd ný uppfinning, vél, sem hegðar sér og vex eins og hengiplanta. Hún er útbúin strimlaprentara og ljósnema, gengur fyrir rafmagni og er stjórnað af ljósi. Á hverjum degi prentast nokkrir sentimetrar af plöntunni á strimilinn, löturhægt. Fjöldi laufblaða er háður ljósmagni.

Fólk Reykjavík - Rammagerðin

Norður Norður - Viðfangsefni Norður Norður er leitin að því hvað skilgreinir íslenska hönnun á nytjahlutum. Hefur umhverfið og lífstíllinn í norðri áhrif þar á?

Viðfangsefni Norður Norður er leitin að því hvað skilgreinir íslenska hönnun á nytjahlutum. Íslensk hönnun byggir, ólíkt nágrannaþjóðunum í Skandinavíu, ekki á aldagamalli arfleifð eða hefð, heldur tilraunum og nýsköpun þar sem sköpunarkraftinum eru engin takmörk sett. Í því samhengi er áhugavert að velta fyrir sér hvort umhverfið og lífstíllinn í norðri hafi áhrif þar á?

Fólk var stofnað 2017 til að vera stökkpallur fyrir íslenska hönnuði og þróun á vörum úr náttúrulegum og endurunnum hráefnum. Í dag gefur FÓLK út hönnun eftir þrjá íslenska hönnuði, þau Jón Helga Hólmgeirsson, Ólínu Rögnudóttu og Theodóru Alfreðsdóttur. Rammagerðin er ein elsta hönnunarverslun íslands, og hefur frá árinu 1940 gert íslenskri hönnun og handverki hátt undir höfði. Með sýningunni vonast Rammagerðin til næra og styðja enn frekar við íslenska hönnun.

Meðal efnis á sýningunni er íslensk nútímahönnun sem íslenskir hönnuðir hafa skapað fyrir heimili og vinnustaði úr íslenskum steini, endurunnu og náttúrulegu hráefni. Hægt er að kaupa alla hönnun, hvort sem hún er afhent á staðnum eða framleidd eftir pöntun. Það er von sýnenda að gestir sjái sér fært að rannsaka ásamt sýnendum einkenni íslenskrar nútímahönnunar og hvaða áhrif veðurfar, hráefni og lífsstíll norðursins hefur á hana.

Stóll aðdáendanna by Atelier Tobia Zambott

Stólalínan „The Fan Chair“ eða „Stóll aðdáendanna“ fylgir eftir þessu umhverfisvæna markmiði með því að gefa gömlum sætum úr KR-stúkunni nýtt líf. Einnig fanga stólarnir adrenalínið, björtu litina og spennu stúkunnar frá níunda áratugnum og færa hana innandyra.

Í ljósi þeirra alvarlegu loftlagsbreytinga sem samfélagið stendur nú frammi fyrir er kominn tími á sjálfbærar lausnir sem miða að hringrás hagkerfisins. Væri það ekki tilvalið ef allir myndu leggja sitt að mörkum þar sem við gætum gefið vörum og ákveðnum efnum nýtt líf, og þá sérstaklega þeim sem ekki hafa verið talin endurnýtanleg áður? Afskaplega hátt hlutfall, um 79%, af plastrusli um allan heim er annað hvort ekki endurnýtt eða bara yfir höfuð ekki hæft til endurvinnslu. Plastið endar svo oft í landfyllingu eða á sveimi í náttúrunni.

Stólarnir einkennast af fjörugum karakter sem er náð fram með endurnýttum plast-sætum og björtum stálfótum. Útlit þeirra er einfalt en jafnframt áberandi sem gerir þá tilvalda fyrir hversdagsleg, en öðruvísi umhverfi. Línan kemur í þremur litasamsetningum (bleik sæti með bláum fótum, blá sæti með bleikum fótum og svo blá sæti með gulum fótum) og tveimur mismundandi stærðum (450-750mm).

Ýrúrari - Peysa með öllu

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannesdóttir hefur slegið í gegn að undanförnu, meðal annars vakið alþjóðlega athygli fyrir grímurnar sínar í alþjóðlegum miðlum. Hún verður með sýningu í Rauða Kross búðinni, í glugga GK við Hafnartorg og verður með gjörning í miðbænum laugardaginn 27. júní milli 15-15.30 sem endar hjá Kolaportinu. 

Ýrúrarí sýnir afrakstur verkefnisins Peysa með öllu í Rauða kross búðunum á Laugarvegi 12 og Rauða kross búðinni við Hlemm á nýjum og betri Hönnunarmars 24-27. Júní! Peysurnar fara svo út í göngutúr niður Laugarvegin á kosningardeginum 27.Júní í forvarnartískusýningu undir listrænni stjórnun sviðslistarkonunar Snæfríðar Sólar. Sýningunni lýkur svo með glæsibrag í nýjum húsakynnum FLÆÐI i Kolaportinu tímalega á slaginu 3!
Tískusýningunni verður streymt live á Instagram reikningnum @yrurari og @raudakrossbudirnar

Í verkefninu Peysa með öllu, vinnur textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, eða Ýrúrarí, með óseljanlegar peysur úr fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi. Peysurnar hafa flestar orðið fyrir hversdagslegum mannlegum óhöppum sem skilja eftir sig varanleg ummerki og hafa þ.a.l endað í fatasöfnuninni.

Í ferlinu að því að laga og umbreyta peysunum fer Ýr óhefðbundnar leiðir þar sem sósublettir fá nýtt útlit, götóttar peysur fá fleiri göt með nýjum gildum og hnökrar, lykkjuföll, slettur og flekkir heyra sögunni til í nýrri einstakri flík.

Við skoðun á útlitsgölluðu peysunum er erfitt að leiða hugann frá því hvaða athæfi veldur þessum áföstu blettum sem sjást gjarnan leka niður á framanverðum peysunum. Pulsuát er einn meginn skaðvaldur bletta sem festast í peysum og hefur sú athöfn orðið að útgangspunkti í hönnunarferli og þema verkefnisins.

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textíl hönnun frá Glasgow School of art árið 2018 en hefur unnið með peysuformið og prjón síðan 2012. Ýr er þekkt fyrir mikla leikgleði og fyndni í bland við hagnýtni í verkum sínum og hafa peysurnar hennar vakið verðskuldaða athygli hérlendis og erlendis. Undanfarin ár hefur efnisval í verkefnum Ýrar færst í sjálfbærari áttir og þema í sköpunarferlinu gjarnan með undirliggjandi hugleiðingum um vitundarvakningu á textílneyslu.

Björg Ingadóttir.
Björg Ingadóttir. Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson

Innsýn - 

Skemmtilegt samstarfsverkefni HönnunarMars og Reykjavíkurborgar - Sumarborgin 2020 þar sem hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun í gengum glerið.

Hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun. Í gegnum tíu glugga víðs vegar um miðborgina er vegfarendum boðið að staldra við, líta inn um glugga og fá innsýn í fjölbreytilegan heim hönnunar.

Arfleið og nútíminn – Hverfisgata 82
Arkítýpa – Laugavegi 27
Digital Sigga – Laugavegi 7
Gæla – Skólavörðustíg 4
Íslensk flík – Skólavörðustíg 20, Hverfisgötu 96 og Laugavegi 32
Kormákur og Skjöldur – Laugavegi 59
Ragna Ragnarsdóttir / Norrænahúsið – Laugavegi 27
Spakmannsspjarir – Laugavegi 27
Stundum stúdíó – Laugavegi 70
Ýrúrarí – Tryggvagötu 21, Laugavegi 12 og Laugavegi 116

mbl.is