„Við erum að fagna nýju línunni okkar Cheer up! í Yeoman á HönnunarMars og okkur þetta einnig fullkomið tilefni til þess að láta gott af okkur leiða,“ segir Hildur Yeoman fatahönnuður og eigandi Yeoman.
„Við erum að fagna nýju línunni okkar Cheer up! í Yeoman á HönnunarMars og okkur þetta einnig fullkomið tilefni til þess að láta gott af okkur leiða,“ segir Hildur Yeoman fatahönnuður og eigandi Yeoman.
„Við erum að fagna nýju línunni okkar Cheer up! í Yeoman á HönnunarMars og okkur þetta einnig fullkomið tilefni til þess að láta gott af okkur leiða,“ segir Hildur Yeoman fatahönnuður og eigandi Yeoman.
í Nýju línunni er mikið af skemmtilegum toppum og bjuggum við til sérstaka útgáfu fyrir málstaðinn, djammtoppa úr efni sem féll til við fyrri framleiðslu. Rennur ágóðinn óskertur til UN Women, til kvenna á flótta.
„Við framleiðum alltaf í litlu magni, en stundum nýtast efni illa og litlir bútar falla til. Við hendum að sjálfsögðu aldrei efnum heldur nýtum þau í allskonar skemmtileg verkefni eins og þetta. Þetta eru pallíettu djammtoppar, fullkomið skvísupís fyrir sumarið.
Við gerðum þrjá mismunandi liti og koma þeir í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Hildur en topparnir eru til sölu í verslun Yeoman við Skólavörðustíg 22B.
Á meðan á HönnunarMars er boðið upp á léttar veitingar í versluninni og er einnig hægt að tryggja sér happdrættismiða.