Í maí lækkaði verð sjávarafurða um 2,3% í erlendri mynt og er það fjórði mánuðurinn í röð sem verðlækkun á sér stað, að því er fram kemur í færslu á Radarnum. Orðið veruleg breyting á verðþróun þegar litið er til tólf mánaða tímabils og hækkaði verð milli ára í desember um 9,3% en lækkaði í maí um 3,4% milli ára.
Í maí lækkaði verð sjávarafurða um 2,3% í erlendri mynt og er það fjórði mánuðurinn í röð sem verðlækkun á sér stað, að því er fram kemur í færslu á Radarnum. Orðið veruleg breyting á verðþróun þegar litið er til tólf mánaða tímabils og hækkaði verð milli ára í desember um 9,3% en lækkaði í maí um 3,4% milli ára.
Í maí lækkaði verð sjávarafurða um 2,3% í erlendri mynt og er það fjórði mánuðurinn í röð sem verðlækkun á sér stað, að því er fram kemur í færslu á Radarnum. Orðið veruleg breyting á verðþróun þegar litið er til tólf mánaða tímabils og hækkaði verð milli ára í desember um 9,3% en lækkaði í maí um 3,4% milli ára.
Einnig er vert að benda á að verð var í sögulegu hámarki þegar litið var til meðaltal fyrsta ársfjórðungs og hafði það hækkað um 0,7% í erlendri mynt frá síðasta ársfjórðungi 2019. Verðþróunin á mörkuðum hefur því tekið mjög örum breytingum.
„Þetta kemur heim og saman við erfiðar aðstæður sem skapast hafa vegna COVID-19. Breyting hefur orðið á spurn eftir sjávarafurðum og talsverður þrýstingur hefur verið til verðlækkana,“ segir í færslunni og er bent á að misjöfn áhrif er eftir afurðaflokkum.
„Þannig benda verðvísitölur botnfiskafurða til þess að landfrystar afurðir séu þær einu sem hafi haldið sjó á undanförnum mánuðum. Á hinn bóginn hefur verð á öðrum botnfiskafurðum lækkað nokkuð, eins og til að mynda á ferskum botnfiskafurðum sem höfðu hækkað um 12% á milli ára í janúar, mælt í erlendri mynt, en í maí var 12 mánaða taktur þeirra orðinn neikvæður um 2,4%.“