Dómstóll í Íran hefur dæmt stjórnarandstæðinginn Ruhollah Zam til dauða, en Zam hefur verið í útlegð í Frakklandi um nokkurt skeið.
Dómstóll í Íran hefur dæmt stjórnarandstæðinginn Ruhollah Zam til dauða, en Zam hefur verið í útlegð í Frakklandi um nokkurt skeið.
Dómstóll í Íran hefur dæmt stjórnarandstæðinginn Ruhollah Zam til dauða, en Zam hefur verið í útlegð í Frakklandi um nokkurt skeið.
Zam tók meðal annars þátt í mótmælum gegn írönskum stjórnvöldum.
„Dómurinn álítur ákæruliðina 13 vera saman „spillingu á jörðu“ og hefur þess vegna fallist á dauðadóm,“ segir í yfirlýsingu dómstólsins.
Íranskar öryggissveitir tilkynntu í október á síðasta ári að Zam hefði verið handtekinn og var honum lýst sem gagnbyltingarmanni sem hlýddi fyrirskipunum Frakka.
Zam fékk einnig fangelsisdóm fyrir glæpi sína, sem eru á meðal þeirra alvarlegustu fyrir írönskum lögum. Til greina kemur að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar Írans.
Zam var áður búsettur í París og var sakaður af stjórnvöldum um að hafa leikið lykilhlutverk í skipulagningu mótmæla gegn stjórnvöldum veturinn 2017-2018.