FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS
FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS
FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS
Elsku Fiskurinn minn, þú ert að fara í gegnum skapandi og skemmtilega tíma. Þú ert í svo miklu jafnvægi og hefur náð svo góðum tökum á að finna það skemmtilega í lífinu út og skora það erfiða á hólm.
Þú finnur og sérð að þú getur treyst bæði sjálfum þér og öðrum betur en þú hefur gert. Þú getur slakað meira á en áður og slappað af. Þú getur meira að segja leyft þér að sitja í farþegasætinu og öðrum að stjórna og sleppt því að vera alltaf í símanum. Þú þarft að taka út úr aflinu náttúrubarnið sem í þér býr, finna núllpunktinn þar sem þú hefur ekki síma eða aðra tækni við höndina.
Þetta sumar markar tímamót í lífi þínu og skilning þinn á því að það sem þú ert búinn að vera að gera undanfarin ár er rétt. Þú sérð eins og allt púsluspilið þitt sé rétt raðað og það vantar ekkert í það. Ekki bæla niður þitt skapandi og skemmtilega eðli, stjörnumerki þitt heitir Fiskarnir og það eru tveir fiskar táknaðir fyrir það. Öðrum fiskinum dettur stundum í hug að synda í allt aðra átt en hinn vill. Þess vegna er því skemmtilegt að sjá þegar þú ert að rífast við sjálfan þig og finna leið, safna orku þinni á þá tíðni að Fiskarnir tveir syndi sömu leiðina. Þetta eðli þitt gerir líf þitt eftirtektarverðara og meira skapandi og skemmtilegra en þú getur ímyndað þér.
Núna skaltu finna léttu og auðveldu leiðina að þeim markmiðum þínum litlum og stórum sem þú vilt. Mundu bara að þú þarft ekki að fara í gegnum fjallið því þér bjóðast alls kyns skemmtilegir vegir til að fá því framgengt sem þú þráir. Líðanin verður góð og þó að þér detti í hug að hafa áhyggjur af peningum er það óþarfi því þeir munu birtast þér, jafnvel á síðustu stundu. Þú átt eftir að sjá að lífið mun færa þér mikil ríkidæmi af öllum mögulegum toga.
Kossar og knús,
Sigga Kling
Frægir í Fiskunum:
Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, 19. mars
Páll Óskar, poppstjarna, 16. mars
Elín Metta Jensen, fótboltakona, 1. mars
Rihanna, tónlistarkona, 20. febrúar
Liz Taylor, leikkona, 27. Febrúar
Baltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúar
Albert Einstein, vísindamaður, 14. mars