Meyjan: Hreinsun og nýr kraftur

Stjörnuspá Siggu Kling | 3. júlí 2020

Meyjan: Hreinsun og nýr kraftur

MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

Meyjan: Hreinsun og nýr kraftur

Stjörnuspá Siggu Kling | 3. júlí 2020

Júlíspá Meyjunnar.
Júlíspá Meyjunnar. mbl.is

MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

Elsku Meyjan mín, það er svo magnað hvað hversdagslegar kringumstæður og hugsanir geta haft mikil áhrif á þig. Það er sú tilfinning að þú sért að slá sjálfa þig utan undir og að kenna þér um þessar litlu vitleysur.

Alveg eins og H.C. Andersen sagði í sambandi við slúður, að ein fjöður getur orðið að fimm hænum, þá getur ein hugsun hjá þér orðið að fimmföldum vandræðum. Og þú þarft að temja þér núna að segja þetta er ekkert því þú þarft ekki að segja frá öllu sem gerist í kringum þig. Svo ekki vera boðberi illra frétta því það særir sjálfa þig mest á endanum. Hins vegar ertu bara í dásamlegum kringumstæðum, lagandi hreiðrið þitt og í leiðinni að laga þær vitleysur sem hafa hangið á þér og lamað þig. Þetta getur tengst manneskju í nærumhverfi þínu sem vill taka stjórn. Og þessi manneskja virðist öðru hvoru vera svo dásamleg en breytist síðan í eitthvað svo erfitt og þreytandi.

Ég dreg fyrir þig eitt spil, rugla stokknum og fæ eitt fjólublátt spil. Ég fæ töluna fjóra sem seg ir að þú fáir kraft og þrjósku til þess að ganga frá því sem þú þarft og loka á þá sem þú þarft. Þú færð svo mikla orku í líkama og sál og situr inni í skógi með lófana upprétta. Þetta táknar hreinsun og nýjan kraft sem móðir Jörð er tilbúin að gefa þér. Þú þarfnast þess að fá svolítið af einveru og í henni er mikilvægt að þú sjáir þú ert ekki einmana heldur þarfnast að hafa og eiga meiri og fleiri eðalstundir með sjálfri þér.

Á döfinni eru ferðalög sem skipta máli, löng eða stutt, því að hvert skref sem þú tekur og þessi sérstöku ferðalög sem eru í kringum þig munu gefa þér þá visku að þú hafir verið að gera rétt. Og hafðu það sterkt í þínum huga á þessum sérstaka tíma sem þú ert að fara inn í að láta ekki að þér hæða því þú munt á þínum gjörðum græða.

Kossar og knús, Sigga Kling

Frægir í Meyjunni:

Edda Björgvinsdóttir, leikkona, 13. september

Beyoncé Knowles, söngkona, 4. september

Gylfi Þór Sigurðsson, fótboltamaður, 8. september

Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sjónvarpskona, 7. september

Annie Mist crossfittari, 18. september

Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst 

mbl.is