Innleiðingu 5G-fjarskiptatækninnar fylgja mikil tækifæri á Íslandi. Meðal annars getur hún aukið framleiðni, stutt við nýsköpun og stuðlað að hagræðingu. Til dæmis með því að þjarkar leysi menn af hólmi.
Innleiðingu 5G-fjarskiptatækninnar fylgja mikil tækifæri á Íslandi. Meðal annars getur hún aukið framleiðni, stutt við nýsköpun og stuðlað að hagræðingu. Til dæmis með því að þjarkar leysi menn af hólmi.
Innleiðingu 5G-fjarskiptatækninnar fylgja mikil tækifæri á Íslandi. Meðal annars getur hún aukið framleiðni, stutt við nýsköpun og stuðlað að hagræðingu. Til dæmis með því að þjarkar leysi menn af hólmi.
Þetta segir Kenneth Fredriksen, aðstoðarforstjóri Huawei á Norðurlöndum, en fulltrúar kínverska fjarskiptarisans hittu viðskipavini sína á Íslandi í síðustu viku. Tilefnið var meðal annars 5G-tæknin, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblainu í dag.
NOVA og Vodafone nota búnað frá Huawei. Því vakti athygli þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þrýsti á íslensk stjórnvöld í fyrrahaust um að heimila ekki nýja tækni Huawei á Íslandi.
Fredriksen kveðst ekki hafa neina ástæðu til að ætla að slíkt bann verði samþykkt. „Ég minnist þessarar heimsóknar Pence... og svo minnist ég þess að íslensk stjórnvöld og forsætisráðherra hafa verið skýr og afdráttarlaus með að Ísland muni komast að eigin niðurstöðu í málinu, taka eigin ákvarðanir og verða opin fyrir frjálsri samkeppni. Þá minnist ég þess að þau eru ánægð með hvað Huawei hefur gert fyrir Ísland.“