Jóhannes, Jón og Ástráður sækja allir aftur um

Landsréttur | 8. júlí 2020

Jóhannes, Jón og Ástráður sækja allir aftur um

Sjö sóttu um embætti tvö embætti dómara við Landsrétt, en umsóknarfrestur til að sækja um embættin rann út á mánudaginn. Meðal þeirra sem sóttu um voru Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Jóhannes rúnar Jóhannsson lögmaður og Jón Höskuldssóm héraðsdómari, sem allir hafa verið kenndir við svokölluð Landsréttarmál. Þetta er í fimmta skiptið sem Ástráður sækir um embætti dómara í dómstólinn.

Jóhannes, Jón og Ástráður sækja allir aftur um

Landsréttur | 8. júlí 2020

Sjö sóttu um embætti við dómstólinn í þetta skipti.
Sjö sóttu um embætti við dómstólinn í þetta skipti. mbl.is/Hallur Már

Sjö sóttu um embætti tvö embætti dómara við Landsrétt, en umsóknarfrestur til að sækja um embættin rann út á mánudaginn. Meðal þeirra sem sóttu um voru Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Jóhannes rúnar Jóhannsson lögmaður og Jón Höskuldssóm héraðsdómari, sem allir hafa verið kenndir við svokölluð Landsréttarmál. Þetta er í fimmta skiptið sem Ástráður sækir um embætti dómara í dómstólinn.

Sjö sóttu um embætti tvö embætti dómara við Landsrétt, en umsóknarfrestur til að sækja um embættin rann út á mánudaginn. Meðal þeirra sem sóttu um voru Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Jóhannes rúnar Jóhannsson lögmaður og Jón Höskuldssóm héraðsdómari, sem allir hafa verið kenndir við svokölluð Landsréttarmál. Þetta er í fimmta skiptið sem Ástráður sækir um embætti dómara í dómstólinn.

Umsækjendur um embættin tvö eru eftirfarandi:

  1. Ástráður Haraldsson, héraðsdómari
  2. Hildur Briem, héraðsdómari
  3. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður
  4. Jón Höskuldsson, héraðsdómari
  5. Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari
  6. Ragnheiður Bragadóttir, dómari við Landsrétt
  7. Stefán Geir Þórisson, lögmaður

Þeir Ástráður, Jón og Jóhannes, auk Eiríks Jónssonar, sem hefur í millitíðinni verið skipaður dómari við Landsrétt, voru allir á lista matsnefndar um 15 hæf­ustu um­sækj­end­urna þegar Landsréttur var stofnaður. Sig­ríður Á. And­er­sen þáverandi dóms­málaráðherra ákvað hins veg­ar að víkja frá niður­stöðu mats­nefnd­ar­inn­ar um hæfi dóm­ara og gekk fram­hjá fjór­um af þeim 15 sem nefnd­in mat hæf­asta.

Í máli Ástráðs og Jóhannesar komst Hæstirétt­ur að þeirri niðurstöðu að sýkna ís­lenska ríkið um viður­kenn­ingu á skaðabóta­kröfu. Ríkið er hins veg­ar dæmt til að greiða þeim sam­tals 1,4 millj­ón­ir króna í mis­k­bæt­ur, eða 700.000 kr. til hvors þeirra.

Hæstirétt­ur féllst í maí á þessu ári á mál­skots­beiðni Ei­ríks og Jóns. Telja þeir að þáver­andi dóms­málaráðherra hafi brotið lög með að líta fram hjá þeim við skip­un dóm­ara í embætti. Héraðsdóm­ur dæmdi ís­lenska ríkið til að greiða Jóni 4 millj­ón­ir í skaðabæt­ur og 1,1 millj­ón í miska­bæt­ur vegna máls­ins. Þá var viður­kennd skaðabóta­skylda í máli Ei­ríks. Lands­rétt­ur sagði hins veg­ar ekki skaðabóta­skyldu í mál­inu og felldi skaðabæt­urn­ar út í máli Jóns. Hins veg­ar voru miska­bæt­urn­ar staðfest­ar. Einn dóm­ari af þrem­ur í Lands­rétti skilaði þó séráliti.

Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­ fóru með mál sitt …
Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­ fóru með mál sitt fyrir dómstóla. Samsett mynd
mbl.is