Háttsettir beittir viðurlögum vegna úígúra

Úígúrar í Kína | 9. júlí 2020

Háttsettir beittir viðurlögum vegna úígúra

Bandaríkin hafa tilkynnt um aukin viðurlög gangvart kínverskum stjórnmálamönnum vegna meðferðar kínverskra stjórnvalda á minnihlutahópum múslima í Kína.

Háttsettir beittir viðurlögum vegna úígúra

Úígúrar í Kína | 9. júlí 2020

Chen Quanguo, formaður Kommúnistaflokksin í Xinjiang, er háttsettasti kínverski embættismaðurinn …
Chen Quanguo, formaður Kommúnistaflokksin í Xinjiang, er háttsettasti kínverski embættismaðurinn sem beittur hefur verið viðurlögum af Bandaríkjastjórn. AFP

Bandaríkin hafa tilkynnt um aukin viðurlög gangvart kínverskum stjórnmálamönnum vegna meðferðar kínverskra stjórnvalda á minnihlutahópum múslima í Kína.

Bandaríkin hafa tilkynnt um aukin viðurlög gangvart kínverskum stjórnmálamönnum vegna meðferðar kínverskra stjórnvalda á minnihlutahópum múslima í Kína.

Kínversk stjórnvöld eru sökuð um nauðungarvistanir, trúarofsóknir og jafnvel dauðhreinsun (e. sterilisation) úígúr-múslima og fleiri.

Viðskiptaþvinganirnar ná að þessu sinni til fjárhagslegra hagsmuna Chen Quanguo, formanns kommúnistaflokksins í Xinjiang, í Bandaríkjunum og þriggja annarra háttsettra kínverskra embættismanna.

Talið er að kínversk stjórnvöld haldi um milljón úígúr-múslimum í það sem þeir kalla námsbúðir í Xinjiang-héraði.

Samkvæmt stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er Chen háttsettasti embættismaður Kína sem beittur hefur verið viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjastjórnar, en hann er talinn hafa mótað stefnu stjórnvalda í Peking gegn kínverskum minnihlutahópum.

Frétt BBC

mbl.is