Stjórnvöld leggja áherslu á að tryggja þurfi að að lágmarki sé tækjabúnaður sem notaður sé við uppbyggingu 5G-nets frá tveimur birgjum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu og sveitastjórnarráðherra. Hingað til hefur kínverski fjarskiptarisinn Huawei Tecnologies verið helsti uppbyggingaraðili 5G fjarskiptakerfis hérlendis.
Stjórnvöld leggja áherslu á að tryggja þurfi að að lágmarki sé tækjabúnaður sem notaður sé við uppbyggingu 5G-nets frá tveimur birgjum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu og sveitastjórnarráðherra. Hingað til hefur kínverski fjarskiptarisinn Huawei Tecnologies verið helsti uppbyggingaraðili 5G fjarskiptakerfis hérlendis.
Stjórnvöld leggja áherslu á að tryggja þurfi að að lágmarki sé tækjabúnaður sem notaður sé við uppbyggingu 5G-nets frá tveimur birgjum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu og sveitastjórnarráðherra. Hingað til hefur kínverski fjarskiptarisinn Huawei Tecnologies verið helsti uppbyggingaraðili 5G fjarskiptakerfis hérlendis.
Notkun búnaðar Huawei hefur verið umdeild á Vesturlöndum að undanförnu, ekki síst af öryggisástæðum.
Spurður hvort ríkisstjórnin telji tilefni til að að endurskoða öryggismál með tilliti til þess tækjabúnaðar sem notaður er við uppbyggingu 5G nú segir Sigurður:
„Við erum náttúrulega með frumvarp sem var lagt fram í vor og kemur aftur fram í haust [þar sem ekki] náðist að klára það í vor. [Það fjallar] um heildarlöggjöf á fjarskiptasviði og þar er meðal annars fjallað um öryggismál varðandi farnet, þar eð að segja 5G, og sérstöku samstarfi komið á á milli utanríkis-, dómsmála-, samgöngu- eða fjarskiptaráðherra og forsætisráðuneytis um þau efni.“
Bandaríkin hafa haft afskipti af uppbyggingu Huawei, Bretland og Frakkland sagt að þau muni taka sín mál til endurskoðunar, Ítalía íhugar aðgerðir og Svíar hafa sett fram frumvarp sem setur fyrirtækinu stólinn fyrir dyrnar. Sigurður segir að í frumvarpinu sé litið til nágrannalanda.
„[Í frumvarpinu] höfum við lagt áherslu á, eins og sambærileg lönd í kringum okkur, að það þurfi að tryggja ákveðin öryggisviðmið út frá því að það sé ekki búnaður bara frá einu fyrirtæki, svokölluð tveggja byrgja lausn að lágmarki.“
Erum við þá að fylgja öðrum löndum í þessum efnum?
„Við erum í raun á þeirri leið og svo erum við náttúrulega með evrópska löggjöf á þessu sviði og Evrópusambandið gaf út sérstaka verkfærakistu sem er búist við að muni þróast nú á næstu mánuðum og misserum og við munum taka mið af því í okkar löggjöf.“