Undið ofan af ofríki íslamista í Súdan

Súdan | 12. júlí 2020

Undið ofan af ofríki íslamista í Súdan

Eftir rúmlega 30 ár af ofríki íslamistastjórnar í Súdan hyggjast stjórnvöld nú aflétta ströngustu lögum landsins.

Undið ofan af ofríki íslamista í Súdan

Súdan | 12. júlí 2020

Endurskoðun laga Súdan kemur í kjölfar þess að Omar al-Bashir …
Endurskoðun laga Súdan kemur í kjölfar þess að Omar al-Bashir var komið frá völdum eftir mikil mótmæli á síðasta ári. AFP

Eftir rúmlega 30 ár af ofríki íslamistastjórnar í Súdan hyggjast stjórnvöld nú aflétta ströngustu lögum landsins.

Eftir rúmlega 30 ár af ofríki íslamistastjórnar í Súdan hyggjast stjórnvöld nú aflétta ströngustu lögum landsins.

„Við ætlum að afnema öll lög sem brjóta gegn mannréttindum,“ er haft eftir Nasredeen Abdulbari, dómsmálaráðherra Súdan.

Meðal þeirra breytinga sem gerðar verða á lögum Súdan eru að öðrum en múslimum verður heimilt að neyta áfengis, opinberar hýðingar verða aflagðar, sem og umskurður á kynfærum kvenna. Þá verður konum ekki lengur skylt að fá leyfi frá karlkyns ættingja til að mega ferðast með börn sín.

Endurskoðun laga Súdan kemur í kjölfar þess að Omar al-Bashir var komið frá völdum eftir mikil mótmæli á síðasta ári.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/12/14/sat_i_buri_vid_domsuppkvadningu/

mbl.is