Tóku njósnara af lífi

Dauðarefsingar | 14. júlí 2020

Tóku njósnara af lífi

Írani sem var dæmdur fyrir að hafa njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna var tekinn af lífi í síðustu viku. Jafnframt hefur hæstiréttur landsins staðfest dauðarefsingu yfir þremur einstaklingum í tengslum við mannskæð mótmæli í fyrra.

Tóku njósnara af lífi

Dauðarefsingar | 14. júlí 2020

Aftaka í Íran.
Aftaka í Íran. Amnesty International

Írani sem var dæmdur fyrir að hafa njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna var tekinn af lífi í síðustu viku. Jafnframt hefur hæstiréttur landsins staðfest dauðarefsingu yfir þremur einstaklingum í tengslum við mannskæð mótmæli í fyrra.

Írani sem var dæmdur fyrir að hafa njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna var tekinn af lífi í síðustu viku. Jafnframt hefur hæstiréttur landsins staðfest dauðarefsingu yfir þremur einstaklingum í tengslum við mannskæð mótmæli í fyrra.

Reza Asgari var tekinn af lífi í síðustu viku eftir að hafa verið dæmdur til dauða fyrir að hafa selt CIA upplýsingar um eldvarnaáætlun Írana. Hann starfaði við varnarmálaráðuneyti Írans um árabil en fór á eftirlaun fyrir fjórum árum. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins, Gholamhossein Esmaili, staðfestir þetta við dómsmálavefinn Mizan Online.

Asgari hafði að sögn Esmaili þegið háar fjárhæðir frá CIA eftir að hann fór á eftirlaun fyrir að selja þeim upplýsingar varðandi eldflaugakerfi Írans. Hann segir að annar Írani, Mahmoud Mousavi Majd, sem var dæmdur til dauða í síðasta mánuði verði fljótlega tekinn af lífi. 

Majd var sakaður um að hafa njósnað um íranska herinn og að hafa aðstoðað Bandaríkin við að staðsetja Qasem Soleimani sem var drepinn í drónaárás bandaríska hersins í Bagdad. Þriðji maðurinn, Amir Rahimpour, var einnig dæmdur til dauða í febrúar fyrir að hafa selt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um kjarnorkuvopnaáætlun Írans.

Átta voru handteknir í mótmælum í nóvember sem yfirvöld í Íran sögðu vinna með CIA. Ástæða mótmælanna var óvænt verðhækkun á eldsneyti. Í júlí í fyrra greindu yfirvöld frá því að njósnahringur CIA hafi verið upprættur í Íran og voru 17 handteknir vegna málsins. Einhverjir þeirra voru síðan dæmdir til dauða. 

Esmaili gaf ekki upp nöfn þremenninganna sem dauðadómurinn var staðfestur yfir en segir að tveir hafi verið handteknir er þeir frömdu vopnað rán. Gögn hafi fundist á símum þeirra um að þeir hafi ætlað að kveikja í bönkum, rútum og opinberum byggingum í nóvember. 

mbl.is