Bítast um Vettel

Formúla-1/Ferrari | 15. júlí 2020

Bítast um Vettel

Eftirspurn eftir störfum Sebastians Vettels er nóg þótt Ferrari vilji hann ekki lengur í sínum herbúðum. Munu bæði Aston Martin og Racing Point bítast um hann fyrir næsta ár.

Bítast um Vettel

Formúla-1/Ferrari | 15. júlí 2020

Sebastian Vettel með liðsfélögum sínum.
Sebastian Vettel með liðsfélögum sínum. AFP

Eftirspurn eftir störfum Sebastians Vettels er nóg þótt Ferrari vilji hann ekki lengur í sínum herbúðum. Munu bæði Aston Martin og Racing Point bítast um hann fyrir næsta ár.

Eftirspurn eftir störfum Sebastians Vettels er nóg þótt Ferrari vilji hann ekki lengur í sínum herbúðum. Munu bæði Aston Martin og Racing Point bítast um hann fyrir næsta ár.

Vettel er sagður hafa fengið í hendur drög að samningi hjá Aston Martin for 2021. Einnig fljúga fiskisögur um að heimsmeistarinn muni keppa um ókomin ár með Racing Point. Útbreiddasta blað Þýskalands, Bild, segir að svo geti farið að Vettel leysi Sergio Perez af hólmi þar.

Það flækir málið að Perez og liðsfélagi hans Lance Stroll eru bundnir liðinu næstu tvö árin.

mbl.is