Spennandi kjúklinga yakatori

Kvöldverðarhugmyndir... | 16. júlí 2020

Spennandi kjúklinga yakatori

Merkilega einfaldur og vel heppnaður réttur sem hægt er að leika sér með á alla vegu. Sætleiki ananassins gerir mikið og býr til skemmtilegt mótvægi í réttinn. Ein af þessum uppskriftum sem geta ekki klikkað.

Spennandi kjúklinga yakatori

Kvöldverðarhugmyndir... | 16. júlí 2020

00:00
00:00

Merki­lega ein­fald­ur og vel heppnaður rétt­ur sem hægt er að leika sér með á alla vegu. Sæt­leiki an­anass­ins ger­ir mikið og býr til skemmti­legt mót­vægi í rétt­inn. Ein af þess­um upp­skrift­um sem geta ekki klikkað.

Merki­lega ein­fald­ur og vel heppnaður rétt­ur sem hægt er að leika sér með á alla vegu. Sæt­leiki an­anass­ins ger­ir mikið og býr til skemmti­legt mót­vægi í rétt­inn. Ein af þess­um upp­skrift­um sem geta ekki klikkað.

Spenn­andi kjúk­linga yakatori

  • Kjúk­linga­bring­ur
  • Sojasósa
  • Ses­a­mol­ía
  • Ses­am­fræ
  • BBQ-sósa
  • Græn paprika
  • Rauð paprika
  • An­an­as
  • Vor­lauk­ur
  • Límóna
  • Tímí­an

Aðferð:

  1. Skerið kjúk­linga­bring­urn­ar niður í munn­bita­stóra bita. Skerið því næst paprik­urn­ar og an­anasinn niður í sam­bæri­lega bita.
  2. Takið vor­lauk­inn og skerið rótar­end­ann af. Síðan skerið þið um það bil 3 cm lang­an bita. Reynið að ná tveim­ur. Geymið af­gang­inn af laukn­um.
  3. Skerið límónu í báta.
  4. Byrjið á að mar­in­era kjúk­ling­inn í sojasósu, ses­a­mol­íu og ses­am­fræj­um. Látið standa í góða stund. Ekki er verra að mar­in­era kvöldið áður og láta standa yfir nótt í kæli.
  5. Þræðið því næst kjúk­linga­bita og græn­meti til skipt­is upp á spjót.
  6. Penslið spjót­in með bbq-sós­unni og sáldrið að lok­um ses­am­fræj­um yfir.
  7. Grillið uns til­búið.
  8. Á sama tíma skal grilla end­ana af vor­lauk­un­um og límónusneiðarn­ar.
  9. Berið fram á stór­um disk og setjið vor­lauk­inn neðst, raðið spjót­un­um ofan á og skreytið loks með grilluðum límónu­bát­um og fersku tímí­ani.

Grill­blað Hag­kaups

mbl.is