BBQ-sósan sem mun breyta lífi þínu

Uppskriftir | 17. júlí 2020

BBQ-sósan sem mun breyta lífi þínu

Til er sú sósa sem þykir svo góð að skammtar af henni eru seldir á fúlgur fjár og heyrst hefur af mönnum keyra landshluta á milli til að verða sér út um smá slettu af henni. Sósa þessi kemur frá matreiðslumanninum Völundi Snæ Völundarsyni og er afbrigði af sósu sem gekk manna á milli í Chicago seint á síðustu öld.

BBQ-sósan sem mun breyta lífi þínu

Uppskriftir | 17. júlí 2020

Til er sú sósa sem þykir svo góð að skammt­ar af henni eru seld­ir á fúlg­ur fjár og heyrst hef­ur af mönn­um keyra lands­hluta á milli til að verða sér út um smá slettu af henni. Sósa þessi kem­ur frá mat­reiðslu­mann­in­um Völ­undi Snæ Völ­und­ar­syni og er af­brigði af sósu sem gekk manna á milli í Chicago seint á síðustu öld.

Til er sú sósa sem þykir svo góð að skammt­ar af henni eru seld­ir á fúlg­ur fjár og heyrst hef­ur af mönn­um keyra lands­hluta á milli til að verða sér út um smá slettu af henni. Sósa þessi kem­ur frá mat­reiðslu­mann­in­um Völ­undi Snæ Völ­und­ar­syni og er af­brigði af sósu sem gekk manna á milli í Chicago seint á síðustu öld.

Það tek­ur tölu­verðan tíma að sjóða sós­una en út­kom­an er vel þess virði. Marg­ar sög­ur tengj­ast þess­ari goðsagn­ar­kenndu sósu og ein­hverju sinni á Bahama-eyj­um varð allt vit­laust og bý­flug­ur reyndu að brjóta sér leið inn í eld­húsið þar sem verið var að sjóða sós­una, svo in­dæll var ilm­ur­inn. Það hef­ur þó ekki gerst hér á landi og því ör­uggt að sjóða hana í ís­lenskri sveit.

Mar­okkógrillsósa

  • 2 kanilstang­ir
  • 1 stjörnu-anís, heill
  • 1 tsk. heil kar­dimommu­fræ
  • 1 tsk. heil­ir neg­ulnagl­ar
  • 1 msk. blandaður heill pip­ar
  • 1 tsk. múskat
  • 1 tsk. malað kórí­and­er
  • 1 bolli hrís­grjóna­e­dik
  • 1 hvít­lauks­geiri, flysjaður og gróf­hakkaður
  • 1 msk. flysjað og rifið ferskt engi­fer
  • 1 ½ tsk. hvít­lauks-chil­isósa
  • 2 ½ bolli hun­ang
  • ½ bolli sojasósa
  • 1 bolli tóm­atsósa
  • ½ bolli söxuð fersk flat­blaðastein­selja
  • ¼ bolli fersk­ur límónusafi

Aðferð:

  1. Hitaðu pönnu að miðlungs­hita.
  2. Settu kanil, stjörnu-anís, kar­dimomm­ur, neg­ul, pip­ar, múskat og kórí­and­er á pönn­una og hitaðu vel í eina mín­útu til að rista krydd­in.
  3. Bættu ed­iki, hvít­lauk, fersku engi­feri, hvít­lauks-chil­isósu, hun­angi, sojasósu, tóm­atsósu, stein­selju og límón­ustafa sam­an við og láttu suðuna koma upp.
  4. Lækkaðu hit­ann niður í miðlungs­hita og láttu malla í 20-30 mín­út­ur þar til soðið hef­ur niður um 2/​3. Sós­an á þá að hafa kara­mellu­kennda áferð.
  5. Síaðu gegn­um fínt sigti í ílát. Ef þú not­ar ekki alla sós­una geym­ist hún í allt að viku í ís­skáp.
mbl.is