Breska ríkisstjórnin greindi kínverska tæknirisanum Huawei frá því að ástæðan fyrir því að fyrirtækinu yrði að óheimilt að koma að 5G fjarskiptaneti Breta væri að hluta pólitísk og hefði hún verið tekin í kjölfar mikils þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Guardian greinir frá þessu.
Breska ríkisstjórnin greindi kínverska tæknirisanum Huawei frá því að ástæðan fyrir því að fyrirtækinu yrði að óheimilt að koma að 5G fjarskiptaneti Breta væri að hluta pólitísk og hefði hún verið tekin í kjölfar mikils þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Guardian greinir frá þessu.
Breska ríkisstjórnin greindi kínverska tæknirisanum Huawei frá því að ástæðan fyrir því að fyrirtækinu yrði að óheimilt að koma að 5G fjarskiptaneti Breta væri að hluta pólitísk og hefði hún verið tekin í kjölfar mikils þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Guardian greinir frá þessu.
Bretar tóku ákvörðun um bannið síðastliðinn þriðjudag en síðan þá hafa stjórnendur Huawei sagt opinberlega að þeir voni að breska ríkisstjórnin muni endurskoða ákvörðun sína.
Háttsettum tengiliðum hjá Huawei var greint frá því að pólitík hafi skipt miklu máli í ákvarðanatöku Breta og var gefið í skyn að hugsanlegt væri að hún yrði endurskoðuð síðar meir, ef Trump myndi ekki sigra í forsetakosningum sem fram fara í nóvember og stjórnvöld í Bandaríkjunum myndi draga í land hvað varðar and-kínverskar hugsjónir.