„Fyrir nokkrum árum síðan var dóttir mín að æfa fimleika. Á æfingu gerði hún stökk sem hún var vön að gera en þegar hún var að lenda stökkinu rakst hún með hnéð í trampólínið sem hún hafði byrjað stökkið á. Hún fékk stóran skurð á hnéð og þurfti að fara á spítala til að láta gera að sárinu. Við fengum þær leiðbeiningar að halda sárinu hreinu og hún mætti fara á æfingar eftir nokkra daga. Það sem hinsvegar gerðist er að hún fékk sýkingu í sárið. Hnéð bólgnaði og hún þurfti að fara tvisvar sinnum á dag í heila viku á spítalann til þess að fá sýklalyf í æð og liggja mikið fyrir með upphækkun undir veika fætinum. Lítið sár getur orðið að stóru vandamáli ef ekki er tekist rétt á við það. Sem betur fer var hægt að vinna að góðum og farsælum bata með hjálp læknavísindina,“ segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli.
„Fyrir nokkrum árum síðan var dóttir mín að æfa fimleika. Á æfingu gerði hún stökk sem hún var vön að gera en þegar hún var að lenda stökkinu rakst hún með hnéð í trampólínið sem hún hafði byrjað stökkið á. Hún fékk stóran skurð á hnéð og þurfti að fara á spítala til að láta gera að sárinu. Við fengum þær leiðbeiningar að halda sárinu hreinu og hún mætti fara á æfingar eftir nokkra daga. Það sem hinsvegar gerðist er að hún fékk sýkingu í sárið. Hnéð bólgnaði og hún þurfti að fara tvisvar sinnum á dag í heila viku á spítalann til þess að fá sýklalyf í æð og liggja mikið fyrir með upphækkun undir veika fætinum. Lítið sár getur orðið að stóru vandamáli ef ekki er tekist rétt á við það. Sem betur fer var hægt að vinna að góðum og farsælum bata með hjálp læknavísindina,“ segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli.
„Fyrir nokkrum árum síðan var dóttir mín að æfa fimleika. Á æfingu gerði hún stökk sem hún var vön að gera en þegar hún var að lenda stökkinu rakst hún með hnéð í trampólínið sem hún hafði byrjað stökkið á. Hún fékk stóran skurð á hnéð og þurfti að fara á spítala til að láta gera að sárinu. Við fengum þær leiðbeiningar að halda sárinu hreinu og hún mætti fara á æfingar eftir nokkra daga. Það sem hinsvegar gerðist er að hún fékk sýkingu í sárið. Hnéð bólgnaði og hún þurfti að fara tvisvar sinnum á dag í heila viku á spítalann til þess að fá sýklalyf í æð og liggja mikið fyrir með upphækkun undir veika fætinum. Lítið sár getur orðið að stóru vandamáli ef ekki er tekist rétt á við það. Sem betur fer var hægt að vinna að góðum og farsælum bata með hjálp læknavísindina,“ segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli.
Þessi saga fékk mig til þess að hugsa um það hversu mikil áhrif lítil sár sem við fáum á hjartað eða sálina geta haft. Þau geta valdið bólgum og síðar meir sýkingum sem hafa mikil áhrif á sjálfstraust, tilfinningar og framtíðarsýn. Ég hef kynnst mörgum einstaklingum í gegnum tíðina sem hafa haft brotið sjálfstraust árum saman vegna þess að einhver einstaklingur talaði neikvæð orð inn í líf þeirra. Orðin sem við tölum skipta máli og hafa ekki bara áhrif þann dag sem við segjum þau heldur geta þau haft áhrif alla ævi.
Hvort sem þú ert 17 eða 70 ára, þá er mjög líklegt að þú munir eftir einhverjum neikvæðum orðum sem einhver hefur talað yfir líf þitt. Kannski hljómar þau oft í huga þér:
„Það verður aldrei neitt úr þér“
„Þú getur aldrei lært“
„Ég er búin að fá nóg af þér“
„Ef þú værir meira eins og bróðir þinn“
„Þú ert alltaf í fýlu“
„Þú ert of feit/ur“
„Heimskingi“
og svo mætti lengi telja.
Í góðri bók er tungunni líkt við lítinn eldneista sem getur kveikt í heilum skógi. Þetta segir okkur að orð geta haft mikil áhrif. Það auðvelt að nota orð sem vopn. Það er auðvelt að nota orð til að brjóta aðra niður og oftar en ekki eru ljót orð notuð af fólki til þess að verja sjálfan sig fyrir sársauka. Ég man eftir því að fullorðnir einstaklingar töluðu neikvæð orð inn í líf mitt. Ég man líka eftir því að hafa verið fljót að nota hvöss og ljót orð þegar ég var unglingur. Það var ekki af því að ég vildi særa manneskjuna heldur vildi ég koma í veg fyrir að ég yrði særð. Mér er það líka minnisstætt að þegar ég var unglingur og nýflutt í nýjan bæ þá fór ég eins og aðrir bekkjarafélagar mínir í handavinnu. Ég átti að læra að prjóna. Kennarinn vildi kenna mér að prjóna á annan hátt en ég hafði áður lært og þótti mér það mjög slæm hugmynd á þeim tímapunkti. Ég var stolt og í mikilli vörn þar sem ég var innst inni óörugg. Ég tók því á það ráð að vera í andstöðu við kennararann og var henni alls ekki auðveld. Greyið konan þurfti að takast á við mig og reyna að kenna mér og öðrum sem voru á sama máli. Ég sá ekki neitt rangt við þessa hegðun á þessum tímapunkti. Nokkrum árum síðar, þegar ég var orðin fullorðin og farin að starfa sem kennari sá ég að það sem ég hafði sagt og gert var rangt. Ég ákvað því að fara í heimsókn í gamla bæinn minn, banka upp á hjá gamla handavinnukennaranum mínum sem var komin á eftirlaun og biðjast afsökunar á því hvernig ég hafði hagað mér. Ég gleymi þessari heimsókn aldrei. Það var myrkur og rigning þegar ég bankaði á dyrnar. Hún þekkti mig um leið og hún opnaði dyrnar. Hún bauð mér inn, sýndi mér fjölskyldumyndir, bauð mér kaffi og sagði við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því hvernig ég hafi látið sem unglingur. Hún sagðist skilja af hverju ég hafði látið svona og hún hafi áttað sig á því að mér hafi ekki liðið vel á þessum árum. Ég er svo þakklát fyrir þessa heimsókn. Ég er þakklát fyrir að hafa getað beðist afsökunar á þeim orðum sem ég talaði inn í hennar líf og í huga mér er þetta dýrmæt minning.
Í þeim tilfellum sem við höfum sjálf talað neikvæð orð inn í líf annarra og höfum tækifæri til að biðjast afsökunar þá er það alltaf góð leið. Fyrir einstaklinginn sem meðtók orðin getur það verið lækning. Hvað varðar þau neikvæðu orð sem hafa verið töluð yfir okkar líf þá höfum við líka tækifæri til að stoppa þá sýkingu sem þau vilja valda í huga okkar og sál. Við þurfum ekki að bíða eftir því að einstaklingurinn sem talaði orðin sjái að sér og biðjist fyrirgefningar. Við getum valið í dag að flokka þau orð sem hafa verið töluð yfir líf okkar í tvo flokka.
Þau neikvæðu orð sem voru töluð yfir líf þitt sem barn og unglingur þurfa ekki að vera sönn. Við getum ekki stjórnað því hvað aðrir segja við okkur eða um okkur en við getum stjórnað því hverju við trúum. Alveg eins og kennarinn minn forðum daga áttaði sig á því að það sem ég sagði við hana var ekki sannleikur, þá getum við áttað okkur á því að mikið af þeim neikvæðu orðum sem fólk hefur sagt eða segir við okkur er sögð í vörn.
Neikvæðum orðum er erfitt að gleyma og jákvæð orð er oft erfitt að muna. En jákvæð orð bera góðan ávöxt og hafa góð áhrif á líf einstaklinga.
Mín hvatning til þín í dag er að vera einstaklingur sem talar út jákvæðni inn í líf annarra. Vertu einstaklingur sem hvetur og metur aðra. Ef þú hugsar eitthvað jákvætt, segðu það þá. Það getur breytt lífi þess einstaklings sem þú talar við þann daginn.
Vingjarnleg orð eru hunang,
sæt fyrir góminn, lækning fyrir beinin.
Orðskviðirnir
Orðin okkar skipta máli, vöndum okkur!
Kærleikskveðja,
Gunna Stella