Fella framsalssamning við Hong Kong úr gildi

Mótmælt í Hong Kong | 20. júlí 2020

Bretar fella framsalssamning við Hong Kong úr gildi

Framsalssamningur milli Bretlands og Hong Kong hefur verið felldur úr gildi af bresku ríkisstjórninni vegna nýrra öryggislaga sem kínversk yfirvöld lögfestu nýverið. Ákvörðunin tekur gildi „þegar í stað og er ótímabundin“. Áströlsk stjórnvöld gerðu slíkt hið sama fyrr í þessum mánuði.

Bretar fella framsalssamning við Hong Kong úr gildi

Mótmælt í Hong Kong | 20. júlí 2020

Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá ákvörðuninni á þingi fyrr …
Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá ákvörðuninni á þingi fyrr í dag. AFP

Framsalssamningur milli Bretlands og Hong Kong hefur verið felldur úr gildi af bresku ríkisstjórninni vegna nýrra öryggislaga sem kínversk yfirvöld lögfestu nýverið. Ákvörðunin tekur gildi „þegar í stað og er ótímabundin“. Áströlsk stjórnvöld gerðu slíkt hið sama fyrr í þessum mánuði.

Framsalssamningur milli Bretlands og Hong Kong hefur verið felldur úr gildi af bresku ríkisstjórninni vegna nýrra öryggislaga sem kínversk yfirvöld lögfestu nýverið. Ákvörðunin tekur gildi „þegar í stað og er ótímabundin“. Áströlsk stjórnvöld gerðu slíkt hið sama fyrr í þessum mánuði.

Þetta staðfesti Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, á breska þinginu fyrr í dag. Þá gaf hann til kynna að bann við viðskiptum með „mögulega banvæn vopn“ yrði framlengt.

Togstreitan milli ríkjanna eykst því enn frekar, en í gær sökuðu Bretar kínversk stjórnvöld um gróf mannréttindabrot gegn Úígúrum og í síðustu viku tóku bresk stjórnvöld þá ákvörðun að útiloka kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei frá uppbyggingu 5G-netkerfis í Bretlandi.

mbl.is