Kartöflusalat Anítu

Uppskriftir | 20. júlí 2020

Kartöflusalat Anítu

Kartöflurnar soðnar í vel söltu vatni og kældar. Á meðan er sósan búin til. Majónes, sinnep, hunang, sítróna og salt hrært saman.

Kartöflusalat Anítu

Uppskriftir | 20. júlí 2020

Kristinn Magnússon

Kartöflurnar soðnar í vel söltu vatni og kældar. Á meðan er sósan búin til. Majónes, sinnep, hunang, sítróna og salt hrært saman.

Gott kartöflusalat er gulli betra og þessi uppskrfift frá Anítu Ösp Ingólfsdóttir er algjörlega þess virði að prófa.
Kartöflusalat Anítu
  • 1 kg kartöflur
  • 1 krukka Hellmann's majónes (800 g)
  • 3 msk. sætt sinnep
  • 1 msk. hunang
  • safi úr ½ sítrónu
  • 1 rauð paprika
  • 1 rauður chili-pipar
  • 1 rauðlaukur
  • 2 maískólfar
  • ½ dl steinselja smátt skorin
  • 1 pakki beikon, um 250 g

Kartöflurnar soðnar í vel söltu vatni og kældar. Á meðan er sósan búin til. Majónes, sinnep, hunang, sítróna og salt hrært saman.

Beikonið er bakað eða steikt þar til það er orðið stökkt. Best er svo að grilla maískólfana, það gefur salatinu sérlega gott bragð, en einnig er hægt að sjóða þá.

Paprika, chili, rauðlaukur, steinseljan og beikonið skorið smátt, maísbaunirnar skornar af kólfunum. Kartöflurnar eru einnig skornar, en í stærri bita. Öllu er þessu blandað saman við sósuna og smakkað til með salti.

Uppskrift: Aníta Ösp Ingólfsdóttir

Kristinn Magnússon
mbl.is