Kartöflurnar soðnar í vel söltu vatni og kældar. Á meðan er sósan búin til. Majónes, sinnep, hunang, sítróna og salt hrært saman.
Kartöflurnar soðnar í vel söltu vatni og kældar. Á meðan er sósan búin til. Majónes, sinnep, hunang, sítróna og salt hrært saman.
Kartöflurnar soðnar í vel söltu vatni og kældar. Á meðan er sósan búin til. Majónes, sinnep, hunang, sítróna og salt hrært saman.
Beikonið er bakað eða steikt þar til það er orðið stökkt. Best er svo að grilla maískólfana, það gefur salatinu sérlega gott bragð, en einnig er hægt að sjóða þá.
Paprika, chili, rauðlaukur, steinseljan og beikonið skorið smátt, maísbaunirnar skornar af kólfunum. Kartöflurnar eru einnig skornar, en í stærri bita. Öllu er þessu blandað saman við sósuna og smakkað til með salti.
Uppskrift: Aníta Ösp Ingólfsdóttir