Kartöflusalat Anítu

Uppskriftir | 20. júlí 2020

Kartöflusalat Anítu

Kartöflurnar soðnar í vel söltu vatni og kældar. Á meðan er sósan búin til. Majónes, sinnep, hunang, sítróna og salt hrært saman.

Kartöflusalat Anítu

Uppskriftir | 20. júlí 2020

Kristinn Magnússon

Kart­öfl­urn­ar soðnar í vel söltu vatni og kæld­ar. Á meðan er sós­an búin til. Maj­ónes, sinn­ep, hun­ang, sítr­óna og salt hrært sam­an.

Gott kart­öflu­sal­at er gulli betra og þessi upp­skrfift frá Anítu Ösp Ing­ólfs­dótt­ir er al­gjör­lega þess virði að prófa.
Kart­öflu­sal­at Anítu
  • 1 kg kart­öfl­ur
  • 1 krukka Hell­mann's maj­ónes (800 g)
  • 3 msk. sætt sinn­ep
  • 1 msk. hun­ang
  • safi úr ½ sítr­ónu
  • 1 rauð paprika
  • 1 rauður chili-pip­ar
  • 1 rauðlauk­ur
  • 2 maí­skólf­ar
  • ½ dl stein­selja smátt skor­in
  • 1 pakki bei­kon, um 250 g

Kart­öfl­urn­ar soðnar í vel söltu vatni og kæld­ar. Á meðan er sós­an búin til. Maj­ónes, sinn­ep, hun­ang, sítr­óna og salt hrært sam­an.

Bei­konið er bakað eða steikt þar til það er orðið stökkt. Best er svo að grilla maí­skólf­ana, það gef­ur sal­at­inu sér­lega gott bragð, en einnig er hægt að sjóða þá.

Paprika, chili, rauðlauk­ur, stein­selj­an og bei­konið skorið smátt, maís­baun­irn­ar skorn­ar af kólf­un­um. Kart­öfl­urn­ar eru einnig skorn­ar, en í stærri bita. Öllu er þessu blandað sam­an við sós­una og smakkað til með salti.

Upp­skrift: Aníta Ösp Ing­ólfs­dótt­ir

Krist­inn Magnús­son
mbl.is