Úr sjö brotum í sautján

Samfélagsmál | 23. júlí 2020

Úr sjö brotum í sautján

Sautján þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis það sem af er júlímánuði. Í sama mánuði í fyrra leituðu sjö þolendur til neyðarmóttökunnar.

Úr sjö brotum í sautján

Samfélagsmál | 23. júlí 2020

Hrönn er verkefnastjóri neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota
Hrönn er verkefnastjóri neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sautján þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis það sem af er júlímánuði. Í sama mánuði í fyrra leituðu sjö þolendur til neyðarmóttökunnar.

Sautján þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis það sem af er júlímánuði. Í sama mánuði í fyrra leituðu sjö þolendur til neyðarmóttökunnar.

Alls hafa 39 mál komið inn á borð neyðarmóttökunnar í maí, júní og júlí en málin voru mun færri á fyrstu fjórum mánuðum ársins; níu í janúar, tvö í febrúar, níu í mars og níu í apríl, alls 29 talsins. Í fyrra voru málin 34 frá maí til júlí en Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, segir erfitt að spá fyrir um það hvort fleiri mál komi upp í júlímánuði.

Eins og tölurnar bera með sér hefur álagið aukist talsvert síðan slakað var á takmörkunum vegna kórónuveiru.

Þrátt fyrir að skemmtistöðum sé einungis heimilt að hafa opið til ellefu á kvöldin eru brotin, eins og áður, flest skemmtanatengd, að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttökunnar. Þrátt fyrir að vera skemmtanatengd eiga flest brot sér stað í heimahúsum en einungis 5% þolenda sem til móttökunnar leita koma þangað vegna kynferðisofbeldis á skemmtistað.

mbl.is