Fresta kosningum vegna annarrar bylgju faraldurs

Mótmælt í Hong Kong | 31. júlí 2020

Fresta kosningum vegna annarrar bylgju faraldurs

Stjórnvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa ákveðið að fresta þingkosningum, sem áttu að fara fram í september, um eitt ár vegna þess hve alvarlegt ástandið er þar eftir að önnur bylgja faraldurs kom þar upp.

Fresta kosningum vegna annarrar bylgju faraldurs

Mótmælt í Hong Kong | 31. júlí 2020

Carrie Lam, leiðtogi héraðsstjórnar Hong Kong, greinir frá áformum um …
Carrie Lam, leiðtogi héraðsstjórnar Hong Kong, greinir frá áformum um að fresta þingkosningum um eitt ár. AFP

Stjórnvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa ákveðið að fresta þingkosningum, sem áttu að fara fram í september, um eitt ár vegna þess hve alvarlegt ástandið er þar eftir að önnur bylgja faraldurs kom þar upp.

Stjórnvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa ákveðið að fresta þingkosningum, sem áttu að fara fram í september, um eitt ár vegna þess hve alvarlegt ástandið er þar eftir að önnur bylgja faraldurs kom þar upp.

Metfjöldi nýrra smita greindist þar síðustu helgi þegar þau voru rúmlega hundrað talsins og síðan hafa fleiri en hundrað smit greinst tíu daga í röð. BBC greinir frá.

Í dag var svo greint frá því að 121 nýtt smit hefði greinst síðastliðinn sólarhring. Staðfest smit eru 3.200 og dauðsföll eru 27. Það þykja ekki stórar tölur miðað við ástandið víða annars staðar en er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að Hong Kong var orðið laust við veiruna skæðu.

Stjórnarandstaðan sakar Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og samstarfsmenn hennar hins vegar um að nota faraldurinn sem afsökun til að koma í veg fyrir að almenningur fái að kjósa.

Síðastliðinn föstudag var tólf lýðræðissinnum bannað að taka þátt í kosningunum og lýðræðissinnar, eða stjórnarandstæðingar í Hong Kong, unnu stórsigur í héraðskosningunum sem fóru fram í lok síðasta árs.

Mörgum íbúum Hong Kong þykir Lam of hliðholl kínverskum stjórnvöldum og mikil ólga er í Hong Kong vegna nýrra öryggislaga sem nýlega voru samþykkt af kommúnistaflokki Kína og gilda í Hong Kong.

mbl.is