Fyrirsætan og leikkonan Kate Upton hefur nýtt tímann vel á meðan heimsfaraldurinn geisar. Þjálfarinn hennar, Ben Bruno, hefur verið duglegur að deila myndum og myndböndum af Upton lyfta í ræktinni.
Fyrirsætan og leikkonan Kate Upton hefur nýtt tímann vel á meðan heimsfaraldurinn geisar. Þjálfarinn hennar, Ben Bruno, hefur verið duglegur að deila myndum og myndböndum af Upton lyfta í ræktinni.
Fyrirsætan og leikkonan Kate Upton hefur nýtt tímann vel á meðan heimsfaraldurinn geisar. Þjálfarinn hennar, Ben Bruno, hefur verið duglegur að deila myndum og myndböndum af Upton lyfta í ræktinni.
Nýlega sló Upton persónulegt met þegar hún lyfti 92 kílóum í mjaðmalyftu tólf sinnum í röð. „Hún stoppar í efstu stöðu í hverri endurtekningu, sem gerir þetta mun erfiðara, en skilar henni líka meiri árangri,“ skrifaði Bruno undir myndbandið af Upton að slá metið.
Upton stoppar ekki bara í efstu stöðu í hverri endurtekningu heldur er hún líka með litla teygju um hnén, sem gerir æfinguna mun erfiðari.
„Kate hefur skilað gríðarlega góðri vinnu. Hún hefur verið mjög dugleg í heimsfaraldrinum og er orðin mjög sterk. Við alla þá sem segja að konur verði fyrirferðarmiklar við það að lyfta veit ég ekki hvað ég á að segja. Mjaðmalyfturnar hennar eru upp á 10,“ sagði Bruno.
Mjaðmalyftur eru góð æfing til að byggja upp styrk í rass- og lærvöðvunum. Bruno gaf fylgjendum sínum nokkur ráð til að ná jafn góðum árangri og Upton hefur náð.
„Stoppaðu í efstu stöðu til að tryggja að þú stjórnir hreyfingunni og ekki vera með of þung lóð. Þá muntu líka finna betur fyrir rassvöðvunum. Haltu kviðnum spenntum eins og þú sért að fara að gera kviðæfingu. Með því passarðu upp á að þú beygir hrygginn ekki of mikið og það hjálpar þér að halda réttum halla á mjöðmunum. Þannig seturðu allt álagið á rassvöðvana og passar upp á að það fari ekki yfir á mjóbakið. Það hjálpar líka að horfa beint áfram en ekki upp í loft.“