Bandaríkin beita Lam refsiaðgerðum

Mótmælt í Hong Kong | 7. ágúst 2020

Bandaríkin beita Lam refsiaðgerðum

Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar að beita Carrie Lam, ríkisstjóra Hong Kong, og tíu aðra hátt setta embættismenn sjálfsstjórnarhéraðsins og meginlands Kína refsiaðgerðum. Viðurlögunum verður beitt gegn þeim sem grafa undan sjálfstjórn Hong Kong, að sögn Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Bandaríkin beita Lam refsiaðgerðum

Mótmælt í Hong Kong | 7. ágúst 2020

AFP

Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar að beita Carrie Lam, ríkisstjóra Hong Kong, og tíu aðra hátt setta embættismenn sjálfsstjórnarhéraðsins og meginlands Kína refsiaðgerðum. Viðurlögunum verður beitt gegn þeim sem grafa undan sjálfstjórn Hong Kong, að sögn Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar að beita Carrie Lam, ríkisstjóra Hong Kong, og tíu aðra hátt setta embættismenn sjálfsstjórnarhéraðsins og meginlands Kína refsiaðgerðum. Viðurlögunum verður beitt gegn þeim sem grafa undan sjálfstjórn Hong Kong, að sögn Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

„Bandaríkin standa með íbúum Hong Kong,“ bætti Mnuchin við. BBC greinir frá.

Ákvörðunin var tekin nokkrum vikum eftir að Kína setti umdeild þjóðaröryggislög á í Hong Kong sem andstæðingar laganna segja ógna frelsi sjálfstjórnarhéraðsins. 

Spenna á milli Bandaríkjanna og Kína heldur áfram að aukast en í dag ákvað ríkisstjórn Bandaríkjanna að banna viðskipti við kínverska eigendur smáforritanna WeChat og TikTok. 

Lögreglustjórinn og stjórnmálaleiðtogar beittir refsiaðgerðum

Á meðal þeirra sem beitt verða refsiaðgerðum nú eru lögreglustjóri Hong Kong og nokkrir stjórnmálaleiðtogar. 

Ríkisstjórn Bandaríkjanna sakaði Lam beinlínis um að innleiða stefnu stjórnvalda í Peking um „að bæla niður frelsi og lýðræðislega ferla.“

„Árið 2019 þrýsti Lam á uppfærslu á fyrirkomulagi á framssalsskipulagi Hong Kong svo mögulegt væri að leyfa framsal til meginlandsins. Það varð til þess að fjöldi fólks mótmælti,“ segir í yfirlýsingu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna um málið. 

Lam hlær að refsiaðgerðum

Lagt verður hald á allar bandarískar eignir þeirra ellefu sem beitt verða refsiaðgerðum og verða reikningar þeirra frystir. 

Lam gerði grín að því þegar tillögur að refsiaðgerðunum voru settar fram í síðasta mánuði.

„Ég á engar eignir í Bandaríkjunum né þrái að flytja til Bandaríkjanna,“ sagði Lam þá og bætti því við að hún myndi bara hlæja ef bandarísk stjórnvöld myndu beita hana refsiaðgerðum. 

mbl.is