10 hlutir sem Júlía mælir með á veirutímum

Sykurlaus lífsstíll | 8. ágúst 2020

10 hlutir sem Júlía mælir með á veirutímum

„Það er svo frískandi að skella sér aðeins út í náttúruna. Mér fannst ég mjög heppin að geta yfirhöfuð farið út úr húsi, hvað þá að fara út í fallegu náttúruna okkar. Við erum öll mjög lánsöm hvað Ísland er að jafna sig vel eftir þennan heimsfaraldur sem er í gangi,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

10 hlutir sem Júlía mælir með á veirutímum

Sykurlaus lífsstíll | 8. ágúst 2020

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi rekur fyrirtækið Lifðu til fulls.
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi rekur fyrirtækið Lifðu til fulls.

„Það er svo frískandi að skella sér aðeins út í náttúruna. Mér fannst ég mjög heppin að geta yfirhöfuð farið út úr húsi, hvað þá að fara út í fallegu náttúruna okkar. Við erum öll mjög lánsöm hvað Ísland er að jafna sig vel eftir þennan heimsfaraldur sem er í gangi,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

„Það er svo frískandi að skella sér aðeins út í náttúruna. Mér fannst ég mjög heppin að geta yfirhöfuð farið út úr húsi, hvað þá að fara út í fallegu náttúruna okkar. Við erum öll mjög lánsöm hvað Ísland er að jafna sig vel eftir þennan heimsfaraldur sem er í gangi,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Ég og maðurinn ákváðum að leigja þennan líka notalega sumarbústað, aðeins tveggja tíma akstur úr bænum og vá hvað það var þess virði! Þetta var hin fullkomna leti-dekur-vika í burtu sem minnti mig á að slaka á og þjálfa núvitund. 

Hér eru nokkrir hlutir sem ég gerði í sumarfríinu mínu til að næra líkama og sál, ég vona að þeir veiti ykkur innblástur fyrir dekur og sjálfsumhyggju yfir Covid:

  1. Sjálfsspeglun. Hugleiða. Skrifa. Það getur verið svo endurlífgandi fyrir sálina og líkamann að komast í jafnvægi við þarfir þínar og langanir.

  2. Jóga. Barre. Æfingar. Hoppa á stóra trampólíninu sem við vorum með í bakgarðinum!

  3. Grilla fullt af grænmeti og íslenskum gæðafiski.

  4. Skoða fallega fossa og fara upp fjöll.

  5. Búa til sektarlaus sætindi, ég bjó til þrjár uppskriftir úr Sektarlausu rafbókinni, súkkulaði-fudge og tvær útgáfur af orkukúlunum. (Smelltu hér til að ná í rafbókina!)

  6. Tína íslenskar kryddjurtir (t.d. blóðberg) sem hægt er að þurrka og nota í te og eldamennsku.

  7. Hlæja og leika sér! (T.d. er hægt að mála, prjóna og fara á hestbak.)

  8. Lesa og læra (ég á mörg netnámskeið og þetta gaf mér tækifæri til að mennta mig og fá innblástur. Ef þú ert t.d. á Frískari og orkumeiri á 30 dögum-námskeiðinu er sumarfríið kjörinn tími til þess að rifja upp kennslu þar).

  9. Horfa á gamlar og góðar kvikmyndir, því kvikmyndaframleiðsla er auðvitað í hléi svo engar nýjar myndir koma út (nema nokkrar Netflix-myndir, eins og fyndna Eurovision-myndin auðvitað) en líka vegna þess að ég elska að horfa aftur á klassískar kvikmyndir (ég horfði t.d. á Dirty dancing, Grease og Pitch perfect).

  10. Andlitsmaski (ég notaði maska frá Sóleyju, sá maski sem ég notaði var úr íslenskum eldfjallaleir og þið getið notað afsláttarkóða: lifdutilfulls20 fyrir 20% afslátt og fría heimsendingu).
mbl.is