Dómarinn sem Jolie vill burt gifti Jolie og Pitt

Brad Pitt | 14. ágúst 2020

Dómarinn sem Jolie vill burt gifti Jolie og Pitt

Leikarinn Brad Pitt er ósammála því að dómarinn í skilnaðar-og forræðismáli hans og leikkonunnar Angelinu Jolie sé vanhæfur. Jolie komst í fréttir fyrr í vikunni þegar lögfræðiteymi hennar hélt því fram að dómarinn í málinu væri vanhæfur. Lögfræðingar Pitt eru ekki á sama máli og hafa svarað að því fram kemur á Page Six

Dómarinn sem Jolie vill burt gifti Jolie og Pitt

Brad Pitt | 14. ágúst 2020

Angelina Jolie og Brad Pitt eru enn að vesenast í …
Angelina Jolie og Brad Pitt eru enn að vesenast í skilnaðarmáli sínu. AFP

Leikarinn Brad Pitt er ósammála því að dómarinn í skilnaðar-og forræðismáli hans og leikkonunnar Angelinu Jolie sé vanhæfur. Jolie komst í fréttir fyrr í vikunni þegar lögfræðiteymi hennar hélt því fram að dómarinn í málinu væri vanhæfur. Lögfræðingar Pitt eru ekki á sama máli og hafa svarað að því fram kemur á Page Six

Leikarinn Brad Pitt er ósammála því að dómarinn í skilnaðar-og forræðismáli hans og leikkonunnar Angelinu Jolie sé vanhæfur. Jolie komst í fréttir fyrr í vikunni þegar lögfræðiteymi hennar hélt því fram að dómarinn í málinu væri vanhæfur. Lögfræðingar Pitt eru ekki á sama máli og hafa svarað að því fram kemur á Page Six

Lögmenn Pitt halda því fram að börnin þeirra sex muni tapa á nýjasta útspili Jolie. Beiðni hennar ætti því að hafna að mati lögfræðinga Pitt. Einnig taka lögmenn Pitt fram hversu vel Jolie þekkir dómarann og ættu báðum málsaðilum að vera vel kunnugt um verkefni hans. Er því meðal annars haldið fram að Jolie hafi sérstaklega valið hann til þess að gifta þau Pitt árið 2014. 

Jolie held­ur því fram að dóm­ar­inn eigi að víkja þar sem hann hafi ekki verið nægi­lega gagn­sær um aðkomu sína að öðrum mál­um sem tengd­ust lög­manni Brad Pitts. 

Mála­ferli Jolie og Pitt hafa staðið í fjög­ur ár. Þau voru sam­an í tólf ár og gift í tvö ár. Á síðasta ári fengu þau þó skilnað að því leyti að þau eru tal­in laga­lega ein­hleyp en það á þó eft­ir að ganga frá úr­lausn­ar­efn­um gagn­vart börn­um og fjár­mál­um.

mbl.is