Í sumar komu á markað tvær nýjar húðvörulínur frá Bare Minerals sem nefnast PORELESS og PURENESS en formúlurnar veita húðbætandi áhrif með náttúrulegum innihaldsefnum. Vörurnar eru allar lausar við ilmefni og paraben og eru vegan.
Í sumar komu á markað tvær nýjar húðvörulínur frá Bare Minerals sem nefnast PORELESS og PURENESS en formúlurnar veita húðbætandi áhrif með náttúrulegum innihaldsefnum. Vörurnar eru allar lausar við ilmefni og paraben og eru vegan.
Í sumar komu á markað tvær nýjar húðvörulínur frá Bare Minerals sem nefnast PORELESS og PURENESS en formúlurnar veita húðbætandi áhrif með náttúrulegum innihaldsefnum. Vörurnar eru allar lausar við ilmefni og paraben og eru vegan.
Dregur úr ásýnd svitahola
PORELESS-húðvörulínan inniheldur þrjár húðvörur til þess að draga úr ásýnd svitahola og til að jafna yfirborð húðarinnar. Samkvæmt notendakönnun Bare Minerals sáu konur mun á húð sinni einni viku eftir að þær hófu notkun á vörunum. Formúlurnar eru meðal annars auðgaðar náttúrulegum ávaxtasýrum sem leysa upp dauðar húðfrumur sem kunna að stífla svitaholur þegar þær blandast húðfitu.
Fyrst skal nota Bare Minerals PORELESS Clay Cleanser en þetta er kremkenndur andlitshreinsir sem inniheldur meðal annars leir sem dregur til sín umfram húðfitu. Formúlan inniheldur einnig ávaxtasýrur til að hreinsa ofan í svitaholurnar. Þessi andlitshreinsir hentar vel fólki með blandaða eða olíukennda húð.
Næst skal nota Bare Minerals PORELESS Exfoliating Essence en þetta er mildur sýruvökvi til að leysa upp dauðar húðfrumur, hreinsa svitaholur og koma jafnvægi á olíuframleiðslu. Húðin verður jafnari og fær aukinn ljóma. Þessa formúlu má nota tvisvar til sjö sinnum í viku en ef húð þín er óvön ávaxtasýrum er ágætt að byrja á því að nota formúluna tvisvar sinnum í viku.
Að lokum skal nota Bare Minerals PORELESS Oil-Free Moisturizer. Þetta létta og olíulausa rakakrem hentar vel venjulegri, blandaðri eða olíukenndri húð. Formúlan dregur úr ásýnd svitahola, minnkar óæskilegan gljáa á húðinni en veitir góða rakagjöf. Náttúruleg innihaldsefni á borð við Chia-fræ koma húðinni í betra jafnvægi og náttúrulegar ávaxtasýrur halda áfram að draga úr ásýnd svitahola.
Fá innihaldsefni og hentar viðkvæmri húð
PURENESS-húðvörulínan er fyrir viðkvæmar húðgerðir og innihalda formúlurnar einungis fimmtán innihaldsefni. Húðvörurnar innihalda meðal annars kókosmjólk og kókosvatn til að næra húðina og fíkjukaktus sem róar roða og pirring í húðinni.
Bare Minerals PURENESS Gel Cleanser er gelkenndur og mildur andlitshreinsir sem er laus við súlfat og þurrkar ekki húðina. Nota má hreinsinn einnig til að fjarlægja augnfarða.
Bare Minerals PURENESS Soothing Light Moisturizer er sefandi andlitskrem sem inniheldur einungis fimmtán innihaldsefni. Það er um helmingi færri innihaldsefni en í öðrum andlitskremum en með færri innihaldsefni eru minni líkur á að húðin sýni ofnæmisviðbrögð. Innihaldsefni af náttúrulegum uppruna eru 96% af formúlunni og má þar nefna kókos- og jojoba-olíu og fíkjukaktus.