Tveir í haldi fyrir nauðgun og morð

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 16. ágúst 2020

Tveir í haldi fyrir nauðgun og morð

Tveir menn eru í haldi lögregluyfirvalda í Uttar Pradesh í norðanverðu Indlandi, grunaðir um að hafa nauðgað 13 ára stúlku og myrt hana síðan. Mennirnir eru báðir nágrannar stúlkunnar. 

Tveir í haldi fyrir nauðgun og morð

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 16. ágúst 2020

Mikil umræða hefur verið um kynferðisbrot í Indlandi síðan 2012 …
Mikil umræða hefur verið um kynferðisbrot í Indlandi síðan 2012 eftir að hópur manna nauðgaði konu í strætisvagni í Delí, höfuðborg landsins, og myrtu hana síðan. AFP

Tveir menn eru í haldi lögregluyfirvalda í Uttar Pradesh í norðanverðu Indlandi, grunaðir um að hafa nauðgað 13 ára stúlku og myrt hana síðan. Mennirnir eru báðir nágrannar stúlkunnar. 

Tveir menn eru í haldi lögregluyfirvalda í Uttar Pradesh í norðanverðu Indlandi, grunaðir um að hafa nauðgað 13 ára stúlku og myrt hana síðan. Mennirnir eru báðir nágrannar stúlkunnar. 

Faðir stúlkunnar sagði í yfirlýsingu að tungan hafi verið skorin úr munni hennar og augu hennar tekin úr, en lögregla hefur þvertekið fyrir slíkt, samkvæmt umfjöllun BBC.

Mikil umræða hefur verið um kynferðisbrot í Indlandi síðan 2012 eftir að hópur manna nauðgaði konu í strætisvagni í Delí, höfuðborg landsins, og myrtu hana síðan. Málið varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Indlandi og var lögum í landinu breytt en síðan þá hefur lítið sem ekkert borið á því að nauðgunum í landinu hafi fækkað.

Samkvæmt nýlegum tölum er fjórða hvert fórnarlamb nauðgana í Indlandi undir lögaldri. Í langflestum tilvikum þekkjast gerandi og þolandi og tengjast jafnvel fjölskylduböndum.

mbl.is