Myndskeið sem sýnir lögreglu skjóta svartan mann þar sem hann reynir að komast inn í bíl í borginni Kenosha í Wisconsinríki hefur vakið hörð viðbrögð og kom til mótmæla þar í gærkvöldi. Maðurinn, Jacob Blake, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Blake var óvopnaður að því er segir í frétt BBC.
Myndskeið sem sýnir lögreglu skjóta svartan mann þar sem hann reynir að komast inn í bíl í borginni Kenosha í Wisconsinríki hefur vakið hörð viðbrögð og kom til mótmæla þar í gærkvöldi. Maðurinn, Jacob Blake, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Blake var óvopnaður að því er segir í frétt BBC.
Myndskeið sem sýnir lögreglu skjóta svartan mann þar sem hann reynir að komast inn í bíl í borginni Kenosha í Wisconsinríki hefur vakið hörð viðbrögð og kom til mótmæla þar í gærkvöldi. Maðurinn, Jacob Blake, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Blake var óvopnaður að því er segir í frétt BBC.
Borgaryfirvöld lýstu yfir neyðarástandi í gærkvöldi og var útgöngubanni komið á eftir að til óeirða kom í kjölfar skotárásarinnar. Hundruð komu saman við höfuðstöðvar lögreglunnar í Kenosha og kveikt var í bifreiðum.
Í öryggisskyni var ákveðið að hvetja eigendur verslana til að halda þeim lokuðum í sólarhring þar sem mikið var um vopnuð rán og skothvellir heyrðust víða í borginni. Útgöngubann gildir til sjö að morgni, 12 á hádegi að íslenskum tíma.
Ríkisstjórinn í Wisconsin, Tony Evers, hefur fordæmt aðgerðir lögreglu og segir að á sama tíma og ekki liggi fyllilega fyrir hvað hafi gerst sé það vitað að Blake er ekki fyrsti svarti einstaklingurinn sem er skotinn eða særður af lögreglu í ríkinu og í Bandaríkjunum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kenosha átti atvikið sér stað síðdegis í gær. Ekki kemur fram hvað varð til þess að lögreglan skaut manninn annað en að lögreglumenn hafi veitt Blake skyndihjálp og hann hafi síðan verið fluttur á sjúkrahús í Milwaukee.
Unnið er að rannsókn málsins og lögreglumennirnir sem áttu aðild að skotárásinni hafa verið sendir í leyfi.
Í myndskeiðinu sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum sjást lögreglumenn beina byssum sínum að manninum þar sem hann gengur hringinn í kringum skutbifreið sem stendur fyrir utan íbúðarhús. Þegar hann opnar dyr bifreiðarinnar og beygir sig sést lögreglumaður þrífa í bol hans og skjóta. Á myndskeiðinu má heyra sjö skothvelli á sama tíma og óp og öskur heyrast í fólki allt í kring.