Beittu táragasi á mótmælendur

Lögreglan í Bandaríkjunum | 25. ágúst 2020

Beittu táragasi á mótmælendur

Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem kröfðust kynþáttaréttlætis í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í gærkvöldi. Mótmælin hófust á sunnudag í kjölfar þess að lögreglumaður skaut svartan óvopnaðan mann í bakið. 

Beittu táragasi á mótmælendur

Lögreglan í Bandaríkjunum | 25. ágúst 2020

Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem kröfðust kynþáttaréttlætis í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í gærkvöldi. Mótmælin hófust á sunnudag í kjölfar þess að lögreglumaður skaut svartan óvopnaðan mann í bakið. 

Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem kröfðust kynþáttaréttlætis í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í gærkvöldi. Mótmælin hófust á sunnudag í kjölfar þess að lögreglumaður skaut svartan óvopnaðan mann í bakið. 

Jacob Blake, sem er 29 ára gamall, var skotinn ítrekað í bakið af lögreglu síðdegis á sunnudag að þremur börnum hans sjáandi.

Útgöngubann var sett á strax á sunnudagskvöld og gilti þar til mánudagsmorguns. Það tók síðan gildi að nýju klukkan 20 í gærkvöldi. Lögreglan reyndi að dreifa mannfjöldanum og var því svarað með flugeldaskotum og eins köstuðu mótmælendur vatnsflöskum í átt að lögreglu. Í kjölfarið beitti lögregla táragasi til að reka fólk í burtu frá dómshúsi borgarinnar.  Síðar kveiktu einhverjir mótmælendur í húsi þar skammt frá og eyðilögðu ljósastaura.  

Blake var fluttur alvarlega særður með sjúkraflugi á sjúkrahús í Milwaukee. Síðdegis í gær sögðu ættingjar að líðan hans væri betri að loknum skurðaðgerðum. 

Í mynd­skeiði sem hef­ur verið dreift á sam­fé­lags­miðlum sjást lög­reglu­menn beina byss­um sín­um að mann­in­um þar sem hann geng­ur hring­inn í kring­um skut­bif­reið sem stend­ur fyr­ir utan íbúðar­hús. Þegar hann opn­ar dyr bif­reiðar­inn­ar og beyg­ir sig sést lög­reglumaður þrífa í bol hans og skjóta. Á mynd­skeiðinu má heyra sjö skot­hvelli á sama tíma og óp og ösk­ur heyr­ast í fólki allt í kring. 

mbl.is